Íslenski boltinn

Blikakonur náðu hefndum og unnu Meistarakeppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fjolla Shala og Jóna Kristín Hauksdóttir  tóku við bikarnum í leikslok.
Fjolla Shala og Jóna Kristín Hauksdóttir tóku við bikarnum í leikslok. Vísir/Valli
Bikarmeistarar Breiðabliks vann Meistarakeppni kvenna í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í leik meistaraliða síðasta sumars á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Breiðablik hefndi þar með fyrir 3-0 tap á móti Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins á dögunum.

Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði eina mark leiksins strax á sjöttu mínútu.

Stjörnuliðið tapaði þar með annað árið í röð í leik meistara meistaranna en Þór/KA vann þennan titil í fyrra eftir 4-1 sigur á Stjörnunni.

Þetta er í fimmta sinn sem Breiðablik vinnur Meistarakeppni KSÍ en í fyrsta sinn síðan 2006. Þetta er líka í fyrsta sinn síðan þá sem Íslandsmeistararnir vinna ekki þennan leik en Breiðablik kom einnig í leikinn fyrir átta árum sem bikarmeistaru.

Sigurvegarar í Meistarakeppni kvenna síðustu ár:

2014 Bikarmeistarar Breiðabliks

2013 Íslandsmeistarar Þór/KA

2012 Íslandsmeistarar Stjörnunnar

2011 Íslands- og bikarmeistarar Vals

2010 Íslands- og bikarmeistarar Vals

2009 Íslandsmeistarar Vals

2008 Íslandsmeistarar Vals

2007 Íslandsmeistarar Vals

2006 Bikarmeistarar Breiðabliks

2005 Íslandsmeistarar Vals

2004 Bikarmeistarar Vals

2003 Bikarsilfurlið Breiðabliks




Fleiri fréttir

Sjá meira


×