Erlent

Samið um frið í Suður-Súdan

Bjarki Ármannsson skrifar
Svipmyndir úr flóttamannabúðum í Suður-Súdan. Rúmlega milljón manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín.
Svipmyndir úr flóttamannabúðum í Suður-Súdan. Rúmlega milljón manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Vísir/AFP
Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, og uppreisnarleiðtoginn Riek Machar hafa samið um frið eftir átök sem staðið hafa yfir í fimm mánuði.

Frá þessu greinir BBC. Samkomulagið kallar á að öll vopn verði lögð niður innan sólarhrings og tímabundinni ríkisstjórn verði komið á fót sem fyrst. Eftir það verður ný stjórnarskrá undirbúin og boðað til kosninga í þessu nýjasta landi heims.

Þúsundir hafa látið lífið í átökunum og rúmlega milljón manns þurft að yfirgefa heimili sín. Sameinuðu Þjóðirnar hafa ásakað báða aðila, stjórnvöld og uppreisnarmenn, um gróf mannréttindabrot. Samið var um vopnahlé í janúar síðastliðnum, en átök brutust út á ný skömmu síðar. 

Vonast er til að þetta samkomulag haldi lengur út en fulltrúi Afríkusambandsins, Smail Chergui, segir að það muni ekki reynast auðvelt að koma á varanlegum friði í Suður-Súdan eftir allt sem hefur á undan gengið.


Tengdar fréttir

Vopnahlé í Suður-Súdan

Uppreisnarmenn hafa komist að samkomulagi við ríkisstjórn eftir stutt en erfið átök.

Tuttugu létust í árás í Suður-Súdan

Í það minnsta 20 létu lífið og yfir 70 manns særðust í árás sem gerð var á bækistöðvar Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan.

Óttast þjóðernishreinsanir í Suður-Súdan

Nýjasta þjóðríki heims gæti liðast í sundur í harðvítugum átökum stærstu ættbálka landsins. Á sjötta hundrað eru sagðir hafa fallið í átökum síðustu vikuna.

Suður Súdan á barmi borgarastyrjaldar

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að Suður - Súdan rambi nú á barmi borgarastríðs. Átök sem hófust á milli stríðandi fylkinga innan hersins í höfuðborginni Juba í byrjun vikunnar hafa nú breiðst út um landið.

Myrtu tvö hundruð manns í Suður-Súdan

Uppreisnarmenn í Suður-Súdan í Afríku myrtu hundruð óbreyttra borgara í bænum Bentiu í síðustu viku en Sameinuðu þjóðirnar greina frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×