Óttast þjóðernishreinsanir í Suður-Súdan Brjánn Jónasson skrifar 21. desember 2013 06:00 Tugir þúsunda hafa leitað skjóls við þrjár starfsstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan. Fréttablaðið/EPA Þó aðeins rúm tvö ár séu liðin frá því nýjasta þjóðríki heims var formlega stofnað virðist Suður-Súdan vera við það að sundrast. Hundruð hafa látið lífið í átökum ættbálka undanfarið og er óttast að þjóðernishreinsanir séu framundan. Ættbálkar í Suður-Súdan hafa barist á banaspjót áratugum saman, en þeir sameinuðust í baráttunni við ríkisstjórn Súdan þar til markmiðinu um sjálfstæði Suður-Súdan var náð árið 2011. „Það er mikil spenna í landinu og ástandið er brothætt. Ef ekki verður brugðist við gæti stefnt í þjóðernishreinsanir,“ segir Choul Laam, háttsettur talsmaður Þjóðfrelsishreyfingar Súdan, sem fer með völd í landinu. Átökin hófust í höfuðborginni Juba síðasta sunnudag. Þá reyndu hermenn í lífvarðarsveitum forsetans sem tilheyra Dinka-ættbálki forsetans að afvopna þá hermenn í lífvarðarsveitunum sem tilheyra Nuer-ættbálknum. Átökin hafa breiðst út síðan til annarra borga. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að stjórnarhermenn hafi skotið óbreytta borgara sem tilheyra Nuer-ættbálknum til bana í höfuðborginni.Salva KiirSalva Kiir, forseti Suður-Súdan, kenndi Riek Machar, varaforseta landsins, sem tilheyrir Nuer-ættbálknum, um upphaf átakanna. Báðir tilheyra Þjóðfrelsishreyfingu Súdan, og hafa tekist á um stjórn hreyfingarinnar. Machar var rekinn úr embætti í sumar, og neitar því að hann hafi hvatt til uppreisnar gegn Kiir. Hann krefst þess að Kiir segi af sér. Stjórnvöld í Suður-Súdan sögðust á fimmtudag hafa stjórn á ástandinu í landinu. Seinna sama dag þurftu þau að viðurkenna að sveitir hliðhollar Machar stýri nú Bor, höfuðborg stærsta fylkis landsins.Riek MacharSameinuðu þjóðirnar (SÞ) segja að flóttamenn séu þegar byrjaðir að streyma til þriggja starfsstöðva SÞ í landinu. Á fjórða tug þúsunda hafa leitað skjóls, flestir í höfuðborginni. Vopnaður hópur manna úr Nuer-ættbálknum réðist á fimmtudag á stöð SÞ þar sem hópur fólks sem tilheyrir Dinka-ættbálknum hafði leitað skjóls. Talsmaður SÞ gat ekki staðfest hvort óbreyttir borgarar hafi látist, en staðfesti að þrír indverskir friðargæsluliðar hafi fallið. Stjórnvöld í Suður-Súdan segja að á sjötta hundrað hafi fallið í átökunum síðustu vikuna, en erfitt er að fá þær tölur staðfestar. Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Þó aðeins rúm tvö ár séu liðin frá því nýjasta þjóðríki heims var formlega stofnað virðist Suður-Súdan vera við það að sundrast. Hundruð hafa látið lífið í átökum ættbálka undanfarið og er óttast að þjóðernishreinsanir séu framundan. Ættbálkar í Suður-Súdan hafa barist á banaspjót áratugum saman, en þeir sameinuðust í baráttunni við ríkisstjórn Súdan þar til markmiðinu um sjálfstæði Suður-Súdan var náð árið 2011. „Það er mikil spenna í landinu og ástandið er brothætt. Ef ekki verður brugðist við gæti stefnt í þjóðernishreinsanir,“ segir Choul Laam, háttsettur talsmaður Þjóðfrelsishreyfingar Súdan, sem fer með völd í landinu. Átökin hófust í höfuðborginni Juba síðasta sunnudag. Þá reyndu hermenn í lífvarðarsveitum forsetans sem tilheyra Dinka-ættbálki forsetans að afvopna þá hermenn í lífvarðarsveitunum sem tilheyra Nuer-ættbálknum. Átökin hafa breiðst út síðan til annarra borga. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að stjórnarhermenn hafi skotið óbreytta borgara sem tilheyra Nuer-ættbálknum til bana í höfuðborginni.Salva KiirSalva Kiir, forseti Suður-Súdan, kenndi Riek Machar, varaforseta landsins, sem tilheyrir Nuer-ættbálknum, um upphaf átakanna. Báðir tilheyra Þjóðfrelsishreyfingu Súdan, og hafa tekist á um stjórn hreyfingarinnar. Machar var rekinn úr embætti í sumar, og neitar því að hann hafi hvatt til uppreisnar gegn Kiir. Hann krefst þess að Kiir segi af sér. Stjórnvöld í Suður-Súdan sögðust á fimmtudag hafa stjórn á ástandinu í landinu. Seinna sama dag þurftu þau að viðurkenna að sveitir hliðhollar Machar stýri nú Bor, höfuðborg stærsta fylkis landsins.Riek MacharSameinuðu þjóðirnar (SÞ) segja að flóttamenn séu þegar byrjaðir að streyma til þriggja starfsstöðva SÞ í landinu. Á fjórða tug þúsunda hafa leitað skjóls, flestir í höfuðborginni. Vopnaður hópur manna úr Nuer-ættbálknum réðist á fimmtudag á stöð SÞ þar sem hópur fólks sem tilheyrir Dinka-ættbálknum hafði leitað skjóls. Talsmaður SÞ gat ekki staðfest hvort óbreyttir borgarar hafi látist, en staðfesti að þrír indverskir friðargæsluliðar hafi fallið. Stjórnvöld í Suður-Súdan segja að á sjötta hundrað hafi fallið í átökunum síðustu vikuna, en erfitt er að fá þær tölur staðfestar.
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira