Myndbönd af óeirðunum í Ferguson: Vitnisburður lögreglumannsins gerður opinber Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2014 15:30 Lögreglumaðurinn Darren Wilson segir að hinn 18 ára Michael Brown hafi reynt að ná af sér byssunni. Vísir/AP/AFP Mótmælendur í Ferguson í Bandaríkjunum kveiktu í húsum og bílum í nótt og í morgun eftir að ákvörðun var tekin um að kæra ekki lögreglumanninn Darren Wilson. Hann skaut hinn 18 ára gamla Michael Brown, sem var óvopnaður, til bana í ágúst. 61 var handtekinn í óeirðunum í nótt og þar af flestir fyrir þjófnað, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ákvörðunin þýðir að Wilson, sem er hvítur, verður ekki refsað fyrir dauða hins þeldökka Michael Brown. Tólf einstaklingar fóru málið og fengu þau vitnisburð frá þeim aðilum sem að málinu koma og fóru yfir öll sönnunargögn. Það tók þau 25 daga að fara yfir öll gögnin og að taka ákvörðun. Saksóknarinn Bob McChullock tilkynnti ákvörðunin og sagði þessa tólf einstaklinga vera þau einu sem hafa séð allar hliðar málsins. Hann nefndi einnig að frásögnum vitna hefði ekki borið saman.Móðir Michael Brown brast í grát þegar hún heyrði tilkynningu saksóknarans.Vísir/AFPÁ meðan á tilkynningu hans stóð, sat móðir Michael Brown á þaki bíls og hlustaði á tilkynninguna með öðrum mótmælendum. AP fréttaveitan segir hana hafa brostið í grát og byrjað að öskra áður en stuðningsmenn hennar tóku hana afsíðis. Fjölskylda hans sendi frá sér yfirlýsingu og sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með ákvörðunina, en þó biðlaði fjölskyldan til fólks að beina reiði sinni á jákvæðan veg. „Við þurfum að vinna saman að því að laga kerfið sem leyfði þessu að gerast.“Birtu myndir af meiðslum Skömmu eftir tilkynninguna birti lögreglan vitnisburð Darren Wilson sem hluta af rúmlega þúsund blaðsíðna málsgögnum. Einnig voru birtar myndir af meiðslum sem hann á að hafa orðið fyrir í átökum sínum við Michael Brown. Í vitnisburði hans segist hann upprunalega hafa stöðvað þar sem Brown og vinur hans gengu á götunni. Hann mun hafa sagt þeim að fara upp á gangstétt, en hafa séð Brown halda á vindlakassa. Skömmu áður hafði hann heyrt tilkynningu um rán á slíkum kassa. Wilson segist hafa kallað eftir öðrum bíl og reynt að stíga út úr sínum bíl. Þá hafi Brown skellt hurðinni á hann. Þá hafi hann ýtt á Brown með hurðinni sem hafi slegið sig. Þá segist Wilson hafa dregið skammbyssu úr slíðrin sínu, þegar hann sat enn í bílnum, og sagt honum að bakka frá sér eða hann myndi skjóta hann.Féll 50 metra frá bílnum Þá segir Wilson að Brown hafi gripið í byssuna og sagt að hann þorði ekki að skjóta sig. Skot hlupu af í bílnum og þá hlupu Brown og vinur hans á brott, en lögreglumaðurinn elti þá. Á einhverjum tímapunkti sneri Brown sér gegn Wilson. Vitni segja mismunandi sögur af því sem gerðist næst varðandi það hvort hann hafi hlaupið gegn honum eða verið með hendur á lofti. Brown féll tæpa fimmtíu metra frá lögreglubílnum. Vitnisburð Darren Wilson má lesa hér neðst í fréttinni.Ríkisstjóri Missouri bað fólk um að sýna stillingu áður en ákvörðunin hvort kæra ætti lögreglumanninn eða ekki var gerð opinber. Hér má sjá mótmælendur áður en ákvörðunin var gerð opinber. Ákvörðunin um að ekki ætti að kæra Wilson, gerð opinber. Hér má sjá viðbrögð mómælenda við ákvörðuninni. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, bað íbúa Bandaríkjanna um að sýna stillingu í kjölfar ákvörðunarinnar. Lögregla beitir táragasi og piparúða gegn mótmælendum. Fjöldi fólks lét greipar sópa um verslanir í Ferguson á meðan mótmælin stóðu yfir. Mótmælendur hafa kveikt í fjölda húsa sem og bílum. Post by St. Louis County Police. Post by Fox2Now. Darren Wilson Testimony Snippet Tengdar fréttir Óeirðir í Ferguson eftir ákvörðun kviðdóms Átök hafa geisað í bandaríska bænum Ferguson í Missouri, eftir að kviðdómur ákvað í gærkvöldi að lögreglumaðurinn sem skaut óvopnaða unglinginn Michael Brown til bana fyrr á árinu, yrði ekki ákærður í málinu. 25. nóvember 2014 07:05 Höguðu sér eins og nýgift Tónlistarhjónin Beyoncé Knowles og Jay Z höguðu sér eins og hamingjusöm nýgift hjón í brúðkaupsveislu Solange Knowles, systur Beyoncé, á dögunum. 24. nóvember 2014 13:00 Þjóðvarðlið Missouri í viðbragðsstöðu Von er á úrskurði dómsstóls um hvort ákæra skuli lögreglumann sem skaut óvopnaðan táning til bana í Ferguson í ágúst síðastliðinn. 17. nóvember 2014 21:41 Þjóðvarðliðið í viðbragðsstöðu í Ferguson Ríkisstjórinn í Missouri í Bandaríkjunum hefur sett þjóðvarðliðið í viðbragðsstöðu því á næstu dögum er von á ákvörðun kviðdóms í máli lögreglumanns sem skaut átján ára gamlan pilt til bana í bænum Ferguson. 18. nóvember 2014 07:25 Óttast óeirðir í St. Louis Kviðdómur í St. Louis í Bandaríkjunum hefur komist að niðurstöðu um hvort ákæra eigi lögreglumann sem skaut óvopnaðan unglingspilt til bana í ágúst síðastliðnum. 24. nóvember 2014 22:40 Skaut Brown tólf sinnum í sjálfsvörn Ófriðarbálið logar í smábænum Ferguson í Bandaríkjunum eftir að ljóst þykir að lögreglumaður sem skaut 18 ára blökkupilt til bana í sumar verður ekki látinn svara til saka fyrir verknaðinn. 25. nóvember 2014 20:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Mótmælendur í Ferguson í Bandaríkjunum kveiktu í húsum og bílum í nótt og í morgun eftir að ákvörðun var tekin um að kæra ekki lögreglumanninn Darren Wilson. Hann skaut hinn 18 ára gamla Michael Brown, sem var óvopnaður, til bana í ágúst. 61 var handtekinn í óeirðunum í nótt og þar af flestir fyrir þjófnað, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ákvörðunin þýðir að Wilson, sem er hvítur, verður ekki refsað fyrir dauða hins þeldökka Michael Brown. Tólf einstaklingar fóru málið og fengu þau vitnisburð frá þeim aðilum sem að málinu koma og fóru yfir öll sönnunargögn. Það tók þau 25 daga að fara yfir öll gögnin og að taka ákvörðun. Saksóknarinn Bob McChullock tilkynnti ákvörðunin og sagði þessa tólf einstaklinga vera þau einu sem hafa séð allar hliðar málsins. Hann nefndi einnig að frásögnum vitna hefði ekki borið saman.Móðir Michael Brown brast í grát þegar hún heyrði tilkynningu saksóknarans.Vísir/AFPÁ meðan á tilkynningu hans stóð, sat móðir Michael Brown á þaki bíls og hlustaði á tilkynninguna með öðrum mótmælendum. AP fréttaveitan segir hana hafa brostið í grát og byrjað að öskra áður en stuðningsmenn hennar tóku hana afsíðis. Fjölskylda hans sendi frá sér yfirlýsingu og sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með ákvörðunina, en þó biðlaði fjölskyldan til fólks að beina reiði sinni á jákvæðan veg. „Við þurfum að vinna saman að því að laga kerfið sem leyfði þessu að gerast.“Birtu myndir af meiðslum Skömmu eftir tilkynninguna birti lögreglan vitnisburð Darren Wilson sem hluta af rúmlega þúsund blaðsíðna málsgögnum. Einnig voru birtar myndir af meiðslum sem hann á að hafa orðið fyrir í átökum sínum við Michael Brown. Í vitnisburði hans segist hann upprunalega hafa stöðvað þar sem Brown og vinur hans gengu á götunni. Hann mun hafa sagt þeim að fara upp á gangstétt, en hafa séð Brown halda á vindlakassa. Skömmu áður hafði hann heyrt tilkynningu um rán á slíkum kassa. Wilson segist hafa kallað eftir öðrum bíl og reynt að stíga út úr sínum bíl. Þá hafi Brown skellt hurðinni á hann. Þá hafi hann ýtt á Brown með hurðinni sem hafi slegið sig. Þá segist Wilson hafa dregið skammbyssu úr slíðrin sínu, þegar hann sat enn í bílnum, og sagt honum að bakka frá sér eða hann myndi skjóta hann.Féll 50 metra frá bílnum Þá segir Wilson að Brown hafi gripið í byssuna og sagt að hann þorði ekki að skjóta sig. Skot hlupu af í bílnum og þá hlupu Brown og vinur hans á brott, en lögreglumaðurinn elti þá. Á einhverjum tímapunkti sneri Brown sér gegn Wilson. Vitni segja mismunandi sögur af því sem gerðist næst varðandi það hvort hann hafi hlaupið gegn honum eða verið með hendur á lofti. Brown féll tæpa fimmtíu metra frá lögreglubílnum. Vitnisburð Darren Wilson má lesa hér neðst í fréttinni.Ríkisstjóri Missouri bað fólk um að sýna stillingu áður en ákvörðunin hvort kæra ætti lögreglumanninn eða ekki var gerð opinber. Hér má sjá mótmælendur áður en ákvörðunin var gerð opinber. Ákvörðunin um að ekki ætti að kæra Wilson, gerð opinber. Hér má sjá viðbrögð mómælenda við ákvörðuninni. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, bað íbúa Bandaríkjanna um að sýna stillingu í kjölfar ákvörðunarinnar. Lögregla beitir táragasi og piparúða gegn mótmælendum. Fjöldi fólks lét greipar sópa um verslanir í Ferguson á meðan mótmælin stóðu yfir. Mótmælendur hafa kveikt í fjölda húsa sem og bílum. Post by St. Louis County Police. Post by Fox2Now. Darren Wilson Testimony Snippet
Tengdar fréttir Óeirðir í Ferguson eftir ákvörðun kviðdóms Átök hafa geisað í bandaríska bænum Ferguson í Missouri, eftir að kviðdómur ákvað í gærkvöldi að lögreglumaðurinn sem skaut óvopnaða unglinginn Michael Brown til bana fyrr á árinu, yrði ekki ákærður í málinu. 25. nóvember 2014 07:05 Höguðu sér eins og nýgift Tónlistarhjónin Beyoncé Knowles og Jay Z höguðu sér eins og hamingjusöm nýgift hjón í brúðkaupsveislu Solange Knowles, systur Beyoncé, á dögunum. 24. nóvember 2014 13:00 Þjóðvarðlið Missouri í viðbragðsstöðu Von er á úrskurði dómsstóls um hvort ákæra skuli lögreglumann sem skaut óvopnaðan táning til bana í Ferguson í ágúst síðastliðinn. 17. nóvember 2014 21:41 Þjóðvarðliðið í viðbragðsstöðu í Ferguson Ríkisstjórinn í Missouri í Bandaríkjunum hefur sett þjóðvarðliðið í viðbragðsstöðu því á næstu dögum er von á ákvörðun kviðdóms í máli lögreglumanns sem skaut átján ára gamlan pilt til bana í bænum Ferguson. 18. nóvember 2014 07:25 Óttast óeirðir í St. Louis Kviðdómur í St. Louis í Bandaríkjunum hefur komist að niðurstöðu um hvort ákæra eigi lögreglumann sem skaut óvopnaðan unglingspilt til bana í ágúst síðastliðnum. 24. nóvember 2014 22:40 Skaut Brown tólf sinnum í sjálfsvörn Ófriðarbálið logar í smábænum Ferguson í Bandaríkjunum eftir að ljóst þykir að lögreglumaður sem skaut 18 ára blökkupilt til bana í sumar verður ekki látinn svara til saka fyrir verknaðinn. 25. nóvember 2014 20:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Óeirðir í Ferguson eftir ákvörðun kviðdóms Átök hafa geisað í bandaríska bænum Ferguson í Missouri, eftir að kviðdómur ákvað í gærkvöldi að lögreglumaðurinn sem skaut óvopnaða unglinginn Michael Brown til bana fyrr á árinu, yrði ekki ákærður í málinu. 25. nóvember 2014 07:05
Höguðu sér eins og nýgift Tónlistarhjónin Beyoncé Knowles og Jay Z höguðu sér eins og hamingjusöm nýgift hjón í brúðkaupsveislu Solange Knowles, systur Beyoncé, á dögunum. 24. nóvember 2014 13:00
Þjóðvarðlið Missouri í viðbragðsstöðu Von er á úrskurði dómsstóls um hvort ákæra skuli lögreglumann sem skaut óvopnaðan táning til bana í Ferguson í ágúst síðastliðinn. 17. nóvember 2014 21:41
Þjóðvarðliðið í viðbragðsstöðu í Ferguson Ríkisstjórinn í Missouri í Bandaríkjunum hefur sett þjóðvarðliðið í viðbragðsstöðu því á næstu dögum er von á ákvörðun kviðdóms í máli lögreglumanns sem skaut átján ára gamlan pilt til bana í bænum Ferguson. 18. nóvember 2014 07:25
Óttast óeirðir í St. Louis Kviðdómur í St. Louis í Bandaríkjunum hefur komist að niðurstöðu um hvort ákæra eigi lögreglumann sem skaut óvopnaðan unglingspilt til bana í ágúst síðastliðnum. 24. nóvember 2014 22:40
Skaut Brown tólf sinnum í sjálfsvörn Ófriðarbálið logar í smábænum Ferguson í Bandaríkjunum eftir að ljóst þykir að lögreglumaður sem skaut 18 ára blökkupilt til bana í sumar verður ekki látinn svara til saka fyrir verknaðinn. 25. nóvember 2014 20:00