Skaut Brown tólf sinnum í sjálfsvörn Birta Björnsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 20:00 Ófriðarbálið logar í smábænum Ferguson í Bandaríkjunum eftir að ljóst þykir að lögreglumaður sem skaut 18 ára blökkupilt til bana í sumar verður ekki látinn svara til saka fyrir verknaðinn. Í gögnum málsins kemur meðal annars fram að lögreglumaðurinn, Darren Wilson, heldur því fram að hinn óvopnaði Michael Brown hafi ógnað sér og reynt að ná af sér byssunni. Wilson ber því við sjálfsvörn en hann skaut hinn sautján ára Brown tólf sinnum. Þykir mörgum málið lýsandi dæmi fyrir það kynþáttamisrétti sem enn ríkir í Bandaríkjunum, en í bænum Fergusson eru rúmlega 90% lögreglumanna hvítir þrátt fyrir að tæplega 70% íbúa bæjarins séu svartir. „Það er mikilvægt að hafa í huga að einstaklingarnir í kviðdómnum eru eina fólkið sem hefur heyrt vitnisburð allra sem að málinu koma auk þess að hafa grandskoðað öll sönnunargögn í málinu. Þeirra niðurstaða er að ekki sé tilefni til að leggja gram ákæru gegn lögreglumanninum Wilson," tilkynnti saksóknarinn Bob McCulloch í nótt. Viðbrögðin við niðurstöðu kviðdómsins létu ekki á sér standa og reiðir mótmælendur kveiktu í byggingum og bílum og skutu úr byssum. Forseti Bandaríkjanna lagðist á árar með fjölskyldu Brown, sem hvatti til friðsamlegra mótmæla þeirra sem ósáttir eru við úrskurðinn. Líklegt þykir að ófriðarbálið komi til með að loga áfram næstu daga. Og það var ekki bara mótmælt í Ferguson, víðsvegar um Bandaríkin streymdi fólk út á götur í kjölfar úrskurðarins. „Hann var á mínum aldri, ég gæti því átt á hættu að vera skotinn til bana án þess að það hefði nokkrar afleiðingar fyrir þann sem gerði það," sagði Haki Daniels, íbúi í Los Angeles. Þá fóru einnig fram mótmæli í Cleveland þar sem lögreglumaður skaut hinn 12 ára Tamir Rice til bana um helgina. Rice var skotinn á þriggja metra færi á leikvelli eftir að hafa veifað dótabyssu. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
Ófriðarbálið logar í smábænum Ferguson í Bandaríkjunum eftir að ljóst þykir að lögreglumaður sem skaut 18 ára blökkupilt til bana í sumar verður ekki látinn svara til saka fyrir verknaðinn. Í gögnum málsins kemur meðal annars fram að lögreglumaðurinn, Darren Wilson, heldur því fram að hinn óvopnaði Michael Brown hafi ógnað sér og reynt að ná af sér byssunni. Wilson ber því við sjálfsvörn en hann skaut hinn sautján ára Brown tólf sinnum. Þykir mörgum málið lýsandi dæmi fyrir það kynþáttamisrétti sem enn ríkir í Bandaríkjunum, en í bænum Fergusson eru rúmlega 90% lögreglumanna hvítir þrátt fyrir að tæplega 70% íbúa bæjarins séu svartir. „Það er mikilvægt að hafa í huga að einstaklingarnir í kviðdómnum eru eina fólkið sem hefur heyrt vitnisburð allra sem að málinu koma auk þess að hafa grandskoðað öll sönnunargögn í málinu. Þeirra niðurstaða er að ekki sé tilefni til að leggja gram ákæru gegn lögreglumanninum Wilson," tilkynnti saksóknarinn Bob McCulloch í nótt. Viðbrögðin við niðurstöðu kviðdómsins létu ekki á sér standa og reiðir mótmælendur kveiktu í byggingum og bílum og skutu úr byssum. Forseti Bandaríkjanna lagðist á árar með fjölskyldu Brown, sem hvatti til friðsamlegra mótmæla þeirra sem ósáttir eru við úrskurðinn. Líklegt þykir að ófriðarbálið komi til með að loga áfram næstu daga. Og það var ekki bara mótmælt í Ferguson, víðsvegar um Bandaríkin streymdi fólk út á götur í kjölfar úrskurðarins. „Hann var á mínum aldri, ég gæti því átt á hættu að vera skotinn til bana án þess að það hefði nokkrar afleiðingar fyrir þann sem gerði það," sagði Haki Daniels, íbúi í Los Angeles. Þá fóru einnig fram mótmæli í Cleveland þar sem lögreglumaður skaut hinn 12 ára Tamir Rice til bana um helgina. Rice var skotinn á þriggja metra færi á leikvelli eftir að hafa veifað dótabyssu.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira