Erlent

Þjóðvarðlið Missouri í viðbragðsstöðu

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki hefur verið gefið út nákvæmlega hvenær von sé á úrskurði dómstólsins.
Ekki hefur verið gefið út nákvæmlega hvenær von sé á úrskurði dómstólsins. Vísir/AFP
Ríkisstjóri Missouri hefur fyrirskipað að þjóðvarðlið ríkisins verði sett í viðbragðsstöðu vegna yfirvofandi úrskurðs dómsstóls um hvort skuli ákæra lögreglumann sem skaut óvopnaðan táning til bana í bænum Ferguson í ágúst síðastliðinn. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í ríkinu.

Ríkisstjórinn Jay Nixon sagði ætlunina með ákvörðuninni vera að styðja við bakið á lögregluyfirvöldum við að halda friðinn.

Lögreglumaðurinn Darren Wilson skaut inn átján ára Michael Brown til bana í ágúst, en drápið leiddi til hrinu mótmæla í Ferguson sem er úthverfi St. Louis borgar.

Ekki hefur verið gefið út nákvæmlega hvenær von sé á úrskurði dómstólsins, en búist er við að tilkynnt verði um hann seinni hluta nóvembermánaðar.


Tengdar fréttir

Lögreglan beitti táragasi í Ferguson

Lögreglan í bandaríska bænum Ferguson í Missouri beitti táragasi gegn mótmælendum í miklum átökum sem geisuðu í borginni í nótt þrátt fyrir að þar sé í gildi útgöngubann, aðra nóttina í röð.

Þjóðvarðliðið dregið frá Ferguson

Ríkisstjóri Missouri-ríkis í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað að þjóðvarðliðið verði dregið frá bænum Ferguson þar sem dregið hefur úr mótmælum í bænum í sem hófust í kjölfar þess að lögreglumenn skutu 18 ára pilt til bana.

Reiðin kraumar enn í Ferguson

Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×