Knattspyrnukonan Vesna Smiljkovic, leikmaður ÍBV, verður frá keppni næstu átta vikurnar en hún meiddist á öxl í leik gegn Aftureldingu.
Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við vefsíðuna Fótbolta.net fyrr í dag.
Vesna er ein af bestu leikmönnum deildarinnar og því er þetta gríðarleg blóðtaka fyrir Eyjastúlkur.
Það er Eyjamönnum til happs að eins mánaðar pása verður gerð á Pepsi-deild kvenna vegna Evrópumótsins í Svíþjóð þar sem íslenska landsliðið verðut í fullu fjöri.
Vesna Smiljkovic frá keppni í 8 vikur
Stefán Árni Pálsson skrifar
