Nýr bandarískur markvörður til meistaranna

Alonso lék síðast með Kuopio í Finnlandi en var áður á mála hjá New England Mutiny í Bandaríkjunum. Hún er 22 ára gömul og er ætlað að fylla í skarðið fyrir löndu sína Kaitlyn Savage sem meiddist illa á dögunum.
Alonso hefur ekki fengið leikheimild þannig að Helena Jónsdóttir mun verja mark meistaranna í kvöld. Helena var hetja Þór/KA gegn Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ þegar hún varði tvær vítaspyrnur Garðbæinga í vítaspyrnukeppninni.
Tengdar fréttir

Gervigras fyrir konurnar í þremur leikjum af fimm
Aðeins tveir leikir af fimm í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu fara fram á grasi. Heil umferð fer fram í kvöld.

Sandra laus við hækjurnar
Landsliðskonan Sandra María Jessen var ekki í leikmannahópi Þórs/KA gegn Stjörnunni í gær. Sandra meiddist á hné í upphafi apríl og hefur verið á hækjum síðan.

Skarð Gunnhildar Yrsu vandfyllt
„Við vitum að við verðum í toppbaráttunni og stefnan verður að sjálfsögðu sett á titilinn,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar. Stjarnan varð Íslandsmeistari sumarið 2011 en missti titilinn í hendur Þórs/KA síðastliðið sumar. Það var sárabót að Garðbæingar urðu bikarmeistarar.

Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító
Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum.

Savage úr leik hjá Íslandsmeisturunum?
Bandaríski markvörðurinn Kaitlyn Savage er ekki í leikmannahópi Þórs/KA sem mætir Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ klukkan 15.

Framherji til Stjörnunnar
Stjarnan hefur fengið til sín liðsstyk fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í sumar. Megan Manthey, 24 ára bandarískur framherji, er gengin í raðir félagsins.

Var komin með kleinuhring um mittið
"Ég er eiginlega nýbyrjuð að æfa," segir Embla Sigríður Grétarsdóttir sem verður í byrjunarliði Valskvenna sem taka á móti Aftureldingu í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.