Yrði seint fyrirgefið í Vesturbænum ef ég segði að KR-hjartað væri farið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2013 00:01 Anna Björk er þjálfari 5. flokks kvenna hjá Gróttu. Mynd/Daníel „Maður verður bara gráðugri þegar maður vinnur titil. Maður verður aldrei saddur,“ segir miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir hjá Stjörnunni. Anna Björk og félagar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á miðvikudagskvöldið með 4-0 sigri á Val þótt enn sé fjórum umferðum ólokið. Liðið hefur skorað 50 mörk í fjórtán leikjum en aðeins fengið á sig fjögur mörk. Allt stefnir í að liðið bæti metið yfir fjölda marka fengin á sig frá því sumarið 2011, þegar liðið varð í fyrsta skipti Íslandsmeistari og fékk á sig 14 mörk. „Maður er farinn að setja háar kröfur,“ segir Anna Björk og viðurkennir að það sjóði á henni þegar liðið fær á sig mark. „Ég viðurkenni það. Við hugsum þetta þannig að ef við fáum á okkur mark þá erum við að gleyma okkur.“ Miðvörðurinn hefur farið á kostum í hjarta varnarinnar ásamt hinni átján ára Glódísi Perlu Viggósdóttur. Þá hefur Sandra Sigurðardóttir verið öryggið uppmálað í marki liðsins. Harpa hefur bætt varnarleik sinnAnna Björk er yfirvegaður og kraftmikill leikmaður.Mynd/Daníel„Allar í liðinu vinna varnarvinnuna. Sú samheldni hefur skilað okkur þessum árangri. Miðjumennirnir vinna líka til baka og Harpa (Þorsteinsdóttir) hefur líka bætt varnarvinnuna mikið,“ segir Anna Björk um leiðina að velgengni í varnarleik Garðabæjarliðsins. Anna Björk gekk í raðir Stjörnunnar frá KR veturinn 2008. Þá hafði hún setið á bekknum hjá Vesturbæjarliðinu og taldi tíma til kominn að söðla um. „KR á hlut í mér og mér yrði seint fyrirgefið í Vesturbænum ef ég segði að KR-hjartað væri farið,“ segir Anna Björk. Hún er þó pottþétt á að ákvörðunin hafi verið rétt, enda hefur hún leikið stórt hlutverk hjá Stjörnunni síðan. „Það var kominn smá pirringur og mér fannst ég þurfa tækifæri til að bæta mig í fótbolta. Þau fékk ég ekki hjá KR og þurfti að fá að spila og afla mér reynslu.“ Anna Björk var valin í A-landslið Íslands í fyrsta skipti í sumar og í kjölfarið var hún í 23 manna landsliðshópi Íslands á EM í Svíþjóð. „Það var mjög skemmtilegur mánuður,“ segir Anna Björk um þann hluta júní þegar hún var valin í lokahópinn. Skömmu síðar fékk hún að vita að hún hefði komist í gegnum inntökuprófið í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Þar situr hún á skólabekk með Söndru.Anna Björk Kristjánsdóttir.Mynd/DaníelMeð Söndru í sjúkraþjálfaranámi í Háskóla Íslands „Það var mjög skemmtilegt að við skyldum báðar komast inn,“ segir Anna en aðeins 25 komast í sjúkraþjálfun á hverju ári. Hún segir þær Söndru hafa unnið saman í undirbúningi fyrir inntökuprófið, mikið rætt saman og það hafi örugglega einhver áhrif á hve vel þær nái saman inni á vellinum. Henni líst vel á sjúkraþjálfaranámið. Vill ekki sitja á bekknum „Þetta er inni á áhugasviðinu. Svona getur maður líka haldið áfram lengi í fótboltanum og verið á bekknum sem sjúkraþjálfari.“ Anna Björk, sem einnig þjálfar 5. flokk kvenna hjá Gróttu, hefur verið aðeins undir radarnum í sumar. Athyglin hefur beinst að hinni ungu Glódísi Perlu auk Söndru í markinu. „Það skiptir mig engu máli á meðan ég stend mig vel,“ segir Anna Björk. Hún segir Glódísi frábæran leikmann og vonast til að þær geti staðið vaktina í vörninni hjá landsliðinu í framtíðinni. „Það er ekki stefnan að vera alltaf á bekknum. Maður vill alltaf spila,“ segir Anna Björk sem enn á eftir að þreyta frumraun sína með A-landsliðinu. Stjörnustelpur fá bikarinn ekki afhentan fyrr en í lokaumferðinni gegn Blikum. Hún segir marga hafa velt fyrir sér hvers vegna bikarinn hafi ekki verið afhentur eftir stórsigurinn á Val á miðvikudag sem var afar sætur. „Það var ljúft að tryggja sér titilinn á móti Val og verður ljúft lyfta honum svo gegn Blikum. Í bæði skiptin á heimavelli,“ segir Anna Björk sigurreif. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira
„Maður verður bara gráðugri þegar maður vinnur titil. Maður verður aldrei saddur,“ segir miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir hjá Stjörnunni. Anna Björk og félagar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á miðvikudagskvöldið með 4-0 sigri á Val þótt enn sé fjórum umferðum ólokið. Liðið hefur skorað 50 mörk í fjórtán leikjum en aðeins fengið á sig fjögur mörk. Allt stefnir í að liðið bæti metið yfir fjölda marka fengin á sig frá því sumarið 2011, þegar liðið varð í fyrsta skipti Íslandsmeistari og fékk á sig 14 mörk. „Maður er farinn að setja háar kröfur,“ segir Anna Björk og viðurkennir að það sjóði á henni þegar liðið fær á sig mark. „Ég viðurkenni það. Við hugsum þetta þannig að ef við fáum á okkur mark þá erum við að gleyma okkur.“ Miðvörðurinn hefur farið á kostum í hjarta varnarinnar ásamt hinni átján ára Glódísi Perlu Viggósdóttur. Þá hefur Sandra Sigurðardóttir verið öryggið uppmálað í marki liðsins. Harpa hefur bætt varnarleik sinnAnna Björk er yfirvegaður og kraftmikill leikmaður.Mynd/Daníel„Allar í liðinu vinna varnarvinnuna. Sú samheldni hefur skilað okkur þessum árangri. Miðjumennirnir vinna líka til baka og Harpa (Þorsteinsdóttir) hefur líka bætt varnarvinnuna mikið,“ segir Anna Björk um leiðina að velgengni í varnarleik Garðabæjarliðsins. Anna Björk gekk í raðir Stjörnunnar frá KR veturinn 2008. Þá hafði hún setið á bekknum hjá Vesturbæjarliðinu og taldi tíma til kominn að söðla um. „KR á hlut í mér og mér yrði seint fyrirgefið í Vesturbænum ef ég segði að KR-hjartað væri farið,“ segir Anna Björk. Hún er þó pottþétt á að ákvörðunin hafi verið rétt, enda hefur hún leikið stórt hlutverk hjá Stjörnunni síðan. „Það var kominn smá pirringur og mér fannst ég þurfa tækifæri til að bæta mig í fótbolta. Þau fékk ég ekki hjá KR og þurfti að fá að spila og afla mér reynslu.“ Anna Björk var valin í A-landslið Íslands í fyrsta skipti í sumar og í kjölfarið var hún í 23 manna landsliðshópi Íslands á EM í Svíþjóð. „Það var mjög skemmtilegur mánuður,“ segir Anna Björk um þann hluta júní þegar hún var valin í lokahópinn. Skömmu síðar fékk hún að vita að hún hefði komist í gegnum inntökuprófið í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Þar situr hún á skólabekk með Söndru.Anna Björk Kristjánsdóttir.Mynd/DaníelMeð Söndru í sjúkraþjálfaranámi í Háskóla Íslands „Það var mjög skemmtilegt að við skyldum báðar komast inn,“ segir Anna en aðeins 25 komast í sjúkraþjálfun á hverju ári. Hún segir þær Söndru hafa unnið saman í undirbúningi fyrir inntökuprófið, mikið rætt saman og það hafi örugglega einhver áhrif á hve vel þær nái saman inni á vellinum. Henni líst vel á sjúkraþjálfaranámið. Vill ekki sitja á bekknum „Þetta er inni á áhugasviðinu. Svona getur maður líka haldið áfram lengi í fótboltanum og verið á bekknum sem sjúkraþjálfari.“ Anna Björk, sem einnig þjálfar 5. flokk kvenna hjá Gróttu, hefur verið aðeins undir radarnum í sumar. Athyglin hefur beinst að hinni ungu Glódísi Perlu auk Söndru í markinu. „Það skiptir mig engu máli á meðan ég stend mig vel,“ segir Anna Björk. Hún segir Glódísi frábæran leikmann og vonast til að þær geti staðið vaktina í vörninni hjá landsliðinu í framtíðinni. „Það er ekki stefnan að vera alltaf á bekknum. Maður vill alltaf spila,“ segir Anna Björk sem enn á eftir að þreyta frumraun sína með A-landsliðinu. Stjörnustelpur fá bikarinn ekki afhentan fyrr en í lokaumferðinni gegn Blikum. Hún segir marga hafa velt fyrir sér hvers vegna bikarinn hafi ekki verið afhentur eftir stórsigurinn á Val á miðvikudag sem var afar sætur. „Það var ljúft að tryggja sér titilinn á móti Val og verður ljúft lyfta honum svo gegn Blikum. Í bæði skiptin á heimavelli,“ segir Anna Björk sigurreif.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Sjá meira