John Terry, fyrirliði Chelsea, getur spilað með Chelsea í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Knattspyrnusamband Evrópu hefur tekið áfrýjun bannsins til greina og minnkað bannið í tvo leiki.
Terry áfrýjaði þriggja leikja banni sem hann hlaut fyrir að reka hnéð í Alexis Sanchez, leikmann Barcelona, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.
Terry, sem hlaut þriggja leikja bann, tók út fyrsta bannið í úrslitaleik keppninnar og missir einnig af leiknum um Ofurbikarinn gegn Atletico Madrid 31. ágúst.
Terry verður á skilorði ef svo má segja næstu þrjú árin. Gerist hann brotlegur getur eins leiks bann bæst við refsingu hans.
John Terry sleppur við bann í Meistaradeildinni
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“
Íslenski boltinn

Svona er hópur Íslands sem fer á EM
Körfubolti

Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur
Enski boltinn


