Enski boltinn

Evra þarf að jafna sig eftir Liverpool-leikinn

Evra stóð í ströngu um síðustu helgi.
Evra stóð í ströngu um síðustu helgi.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur gefið Patrice Evra frí frá leiknum gegn Ajax í Evrópudeildinni á morgun. Hann segir að það hafi verið nauðsynlegt að hvíla Evra eftir leikinn gegn Liverpool um síðustu helgi.

Þá var Evra að mæta Luis Suarez í fyrsta skipti eftir að Suarez var dæmdur í bann fyrir kynþáttaníð í garð Evra.

Mikill hiti var í mönnum þar eftir að Suarez neitaði að taka í hönd Evra fyrir leik. Evra blóðmjólkaði síðan fagnaðarlætin eftir leik er hann meðal annars ögraði Suarez með því að fagna fyrir framan hann.

"Þessi helgi var erfið fyrir Evra og ég held að það sé rétt að hvíla hann aðeins. Við erum með sterkan hóp og getum leyft okkur það," sagði Ferguson.

Ryan Giggs og Dimitar Berbatov verða heldur ekki með vegna meiðsla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.