Umfjöllun: Varamaðurinn Jóhann Birnir kláraði Stjörnuna Ari Erlingsson í Keflavík skrifar 2. maí 2011 17:45 Keflvíkingar gengu sáttari af velli en Stjörnumenn að loknum fyrsta leik liðanna á Íslandsmótinu 2011. 4-2 sigur Keflavíkur hafðist eftir miklar sveiflur. Tvívegis komust Garðbæingar yfir en Keflvíkingar jöfnuðu jafnharðann. Það var síðan varamaðurinn Jóhann Birnir Guðmundsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík með tveimur mörkum á síðsta stundarfjórðung leiksins. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og var leikmenn liðanna töuverðan tíma að venjast þungum vellinum. Hvorugt liðið náði að byggja upp eitthvað spil svo heitið gæti. Efir um hálftíma leik fóru þó hlutirnir að gerast. Fyrst skoraði Daníel Laxdal laglegt mark. Eftir fát í vörn Keflvíkinga náði Daníel að leggja boltann fyrir sig inn í teignum, rekja boltann áleiðis að markinu og lagði varnarjaxlinn boltann undir Ómar í markinu eins og þaulvanur framherji. Staðan 0-1 fyrir Stjörnuna. Keflvíkingar voru ekki lengi að svara og var þar að verki Hilmar Geir Eiðsson sem slapp einn gegn Magnúsi markverði og lagði knöttinn snyrtilega í netið. Rétt fyrir leikslok var Arnór Traustason miðjumaður Keflvíkinha nærri því búinn að breyta stöðunni í 2-1 en Magnús í marki Stjörnunnar sýndi stórbrotin tilþrif.Hálfleikstölur því 1-1 í jöfnum baráttuleik. Barningurinn hélt áfram í seinni hálfleik og það var einmitt barátta og eljusemi Garðars Jóhannssonar sem skapaði næsta mark leiksins á 61 mínútu. Garðar vann návígi á miðjunni og sendi boltann inn fyrir vörn Keflavíkur þar sem Halldór Orri Björnsson var fyrri til boltans er Ómar Jóhannsson óð út úr markinu. Eftirleikurinn fyrir Halldór var auðveldur þar sem hann lagði boltann í tómt markið. Rétt eins og í fyrri hálfleik svöruðuðu Keflvíkingar nánast samstundis. Þar var að verki Guðmundur Steinarsson á 63 nínútu úr vítaspyrnu eftir að Pedersen hafði handleikið boltann inn í teig Keflvíkinga. Á 70 mínútu sendi Willum Þór þjálfari Keflavíkur Jóhann Birni Guðmundsson inná og átti hann heldur betur eftir að breyta gangi leiksins. Jóhann skorað laglega 3-2 á 74 mínútu og svo gulltryggði hann sigurinn 4-2 á 85 mínútu. Sannarlega munaður fyrir Willum að eiga slíkan mann á bekknum. Keflvíkingar geta verið hæstánægðir með úrslitin þótt spilamennskan hafi ef til vill ekki verið óaðfinnanleg. Stjörnumenn sem þótti sumum á þá hallað í dómgæslu voru svekkir og geta kannski kennt lánleysi um. Þeir hefðu í raun vel getað staðið uppi sem sigurvegarar en það voru Keflvíkingar sem nýttu færin á lokakaflanum og sigur Reyknesingum því staðreynd.Keflavík-Stjarnan 4-2 (1-1)Áhorfendur: 1150Dómari: Kristinn Jakobsson 7Skot (á mark): 11-8 (5-6)Varin skot: Ómar 3 – Magnús Karl 3Horn: 6-6Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 7-4Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 5 Guðjón Árni Antoníusson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 6 Goran Jovanovski 6 Hilmar Geir Eiðsson 7(70., Jóhann Birnir Guðmundsson 8 - maður leiksins) Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Arnór Ingvi Traustason 7 (64. Magnús Sverrir Þorsteinsson 7) Magnús Þórir Matthíasson 7 Guðmundur Steinarsson 7Stjarnan (4-4-1-1): Magnús Karl Pétursson 6 Jóhann Laxdal 6 Nikolaj Pedersen 4 Daníel Laxdal 6 Hafsteinn Rúnar Helgason 4 Víðir Þorvarðarson 6 (74. Aron Grétar Jafetsson -) Björn Pálsson 4 (84. Grétar Atli Grétarsson -) Baldvin Sturluson 3 (54. Þorvaldur Árnason 4) Hörður Árnason 5 Halldór Orri Björnsson 5 Garðar Jóhannsson 5 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór: Þetta féll okkar megin Willum Þór Þórsson var sáttur með lærisveina sina í Keflavíkurliðinu eftir 4-2 sigur á Stjörnunni. Bjarni Jóhannsson hafði í samtali við blaðamann lýst yfir óánægju sinni með nokkrar veigamiklar ákvarðanir dómarans í leiknum og hafði Willum þetta að segja. 2. maí 2011 22:45 Jóhann Birnir: Þetta lítur vel út Hetja Keflavíkurliðsins Jóhann Birnir var kampakátur í leikslok og sagði tilfinninguna góða að tryggja liði sínu sigur á lokakaflanum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 2. maí 2011 22:37 Bjarni: Ótrúlega margt í dómgæslunni sem pirraði okkur Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var vitaskuld ekki sáttur með niðustöðu leiksins sem og spilamennsku liðsins. Mistök Kristins Jakobssonar dómara þótti honum einnig súr. 2. maí 2011 23:05 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Keflvíkingar gengu sáttari af velli en Stjörnumenn að loknum fyrsta leik liðanna á Íslandsmótinu 2011. 4-2 sigur Keflavíkur hafðist eftir miklar sveiflur. Tvívegis komust Garðbæingar yfir en Keflvíkingar jöfnuðu jafnharðann. Það var síðan varamaðurinn Jóhann Birnir Guðmundsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík með tveimur mörkum á síðsta stundarfjórðung leiksins. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og var leikmenn liðanna töuverðan tíma að venjast þungum vellinum. Hvorugt liðið náði að byggja upp eitthvað spil svo heitið gæti. Efir um hálftíma leik fóru þó hlutirnir að gerast. Fyrst skoraði Daníel Laxdal laglegt mark. Eftir fát í vörn Keflvíkinga náði Daníel að leggja boltann fyrir sig inn í teignum, rekja boltann áleiðis að markinu og lagði varnarjaxlinn boltann undir Ómar í markinu eins og þaulvanur framherji. Staðan 0-1 fyrir Stjörnuna. Keflvíkingar voru ekki lengi að svara og var þar að verki Hilmar Geir Eiðsson sem slapp einn gegn Magnúsi markverði og lagði knöttinn snyrtilega í netið. Rétt fyrir leikslok var Arnór Traustason miðjumaður Keflvíkinha nærri því búinn að breyta stöðunni í 2-1 en Magnús í marki Stjörnunnar sýndi stórbrotin tilþrif.Hálfleikstölur því 1-1 í jöfnum baráttuleik. Barningurinn hélt áfram í seinni hálfleik og það var einmitt barátta og eljusemi Garðars Jóhannssonar sem skapaði næsta mark leiksins á 61 mínútu. Garðar vann návígi á miðjunni og sendi boltann inn fyrir vörn Keflavíkur þar sem Halldór Orri Björnsson var fyrri til boltans er Ómar Jóhannsson óð út úr markinu. Eftirleikurinn fyrir Halldór var auðveldur þar sem hann lagði boltann í tómt markið. Rétt eins og í fyrri hálfleik svöruðuðu Keflvíkingar nánast samstundis. Þar var að verki Guðmundur Steinarsson á 63 nínútu úr vítaspyrnu eftir að Pedersen hafði handleikið boltann inn í teig Keflvíkinga. Á 70 mínútu sendi Willum Þór þjálfari Keflavíkur Jóhann Birni Guðmundsson inná og átti hann heldur betur eftir að breyta gangi leiksins. Jóhann skorað laglega 3-2 á 74 mínútu og svo gulltryggði hann sigurinn 4-2 á 85 mínútu. Sannarlega munaður fyrir Willum að eiga slíkan mann á bekknum. Keflvíkingar geta verið hæstánægðir með úrslitin þótt spilamennskan hafi ef til vill ekki verið óaðfinnanleg. Stjörnumenn sem þótti sumum á þá hallað í dómgæslu voru svekkir og geta kannski kennt lánleysi um. Þeir hefðu í raun vel getað staðið uppi sem sigurvegarar en það voru Keflvíkingar sem nýttu færin á lokakaflanum og sigur Reyknesingum því staðreynd.Keflavík-Stjarnan 4-2 (1-1)Áhorfendur: 1150Dómari: Kristinn Jakobsson 7Skot (á mark): 11-8 (5-6)Varin skot: Ómar 3 – Magnús Karl 3Horn: 6-6Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 7-4Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 5 Guðjón Árni Antoníusson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 6 Goran Jovanovski 6 Hilmar Geir Eiðsson 7(70., Jóhann Birnir Guðmundsson 8 - maður leiksins) Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Arnór Ingvi Traustason 7 (64. Magnús Sverrir Þorsteinsson 7) Magnús Þórir Matthíasson 7 Guðmundur Steinarsson 7Stjarnan (4-4-1-1): Magnús Karl Pétursson 6 Jóhann Laxdal 6 Nikolaj Pedersen 4 Daníel Laxdal 6 Hafsteinn Rúnar Helgason 4 Víðir Þorvarðarson 6 (74. Aron Grétar Jafetsson -) Björn Pálsson 4 (84. Grétar Atli Grétarsson -) Baldvin Sturluson 3 (54. Þorvaldur Árnason 4) Hörður Árnason 5 Halldór Orri Björnsson 5 Garðar Jóhannsson 5
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór: Þetta féll okkar megin Willum Þór Þórsson var sáttur með lærisveina sina í Keflavíkurliðinu eftir 4-2 sigur á Stjörnunni. Bjarni Jóhannsson hafði í samtali við blaðamann lýst yfir óánægju sinni með nokkrar veigamiklar ákvarðanir dómarans í leiknum og hafði Willum þetta að segja. 2. maí 2011 22:45 Jóhann Birnir: Þetta lítur vel út Hetja Keflavíkurliðsins Jóhann Birnir var kampakátur í leikslok og sagði tilfinninguna góða að tryggja liði sínu sigur á lokakaflanum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 2. maí 2011 22:37 Bjarni: Ótrúlega margt í dómgæslunni sem pirraði okkur Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var vitaskuld ekki sáttur með niðustöðu leiksins sem og spilamennsku liðsins. Mistök Kristins Jakobssonar dómara þótti honum einnig súr. 2. maí 2011 23:05 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Willum Þór: Þetta féll okkar megin Willum Þór Þórsson var sáttur með lærisveina sina í Keflavíkurliðinu eftir 4-2 sigur á Stjörnunni. Bjarni Jóhannsson hafði í samtali við blaðamann lýst yfir óánægju sinni með nokkrar veigamiklar ákvarðanir dómarans í leiknum og hafði Willum þetta að segja. 2. maí 2011 22:45
Jóhann Birnir: Þetta lítur vel út Hetja Keflavíkurliðsins Jóhann Birnir var kampakátur í leikslok og sagði tilfinninguna góða að tryggja liði sínu sigur á lokakaflanum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 2. maí 2011 22:37
Bjarni: Ótrúlega margt í dómgæslunni sem pirraði okkur Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var vitaskuld ekki sáttur með niðustöðu leiksins sem og spilamennsku liðsins. Mistök Kristins Jakobssonar dómara þótti honum einnig súr. 2. maí 2011 23:05