Íslenski boltinn

Vippaði víti í mitt markið og fagnaði með því að veiða Jóhann Lax - myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Halldór fagnar marki með Stjörnunni.
Halldór fagnar marki með Stjörnunni. Fréttablaðið
Halldór Orri Björnsson var svellkaldur á vítaspunktinum í gær þegar hann tryggði Stjörnunni sigur á Fylki í uppbótartíma. Halldór vippaði vítinu í mitt markið en fagn Stjörnumanna var einnig frábært.

Halldór sagði við Vísi eftir leik að hann hefði verið búinn að ákveða að skjóta svona. „Það skaut upp sú hugsun hvort ég ætti að gera þetta, á 91. mínútu í jöfnum leik. Ég var hinsvegar búinn að ákveða þetta fyrir leikinn og hélt mig við það," sagði Halldór.

Fagnið var einnig af dýrari týpunni. Halldór stillti sér upp og kastaði ímyndaðri veiðistöng út. Á hana beit Jóhann Laxdal sem kipptist skemmtilega til áður en liðsfélagar hans tóku hann upp og stilltu sér upp í myndatöku fyrir Styrmi Erlendsson.

Laxdal stóð undir nafni svo um munar.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Halldóri og hin mörkin tvö í Brot af því besta horninu á Vísi.

Fagnið er svo aftast í myndbandinu og sjón er sögu ríkari.

Þar má sjá öll mörk sumarsins í Pepsi-deildinni.


Tengdar fréttir

Halldór Orri: Arnar Már heldur í super-sub nafnið

„Þetta er virkilega sætur sigur, við erum búnir að hiksta svolítið síðustu umferðir og eru þessi þrjú stig því kærkomin og komast á sigurbraut aftur" sagði Halldór Orri Björnsson leikmaður Stjörnunnar eftir 2-1 sigur á Fylki í Garðabæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×