Umfjöllun: Halldór Orri tryggði Stjörnunni sigur úr víti á 90. mínútu Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júlí 2010 18:30 Mynd/Anton Halldór Orri Björnsson tryggði Stjörnunni 2-1 sigur á Fylki á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld en markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins eftir að Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi hendi á leikmann Fylkis. Með þessum sigri fór Stjarnan upp í sjöunda sætiði með 17 stig. Fyrsta færi leiksins kom á 12. Mínútu þegar Pape Mamadoue Faye fékk góða sendingu fyrir frá Alberti Brynjari Ingasyni en setti boltann framhjá. Hann lenti í samstuði við Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar við þetta og þurfti að fara út nokkrum mínútum síðar og kom Ásgeir Börkur Ásgeirsson inn fyrir hann. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, það var hinsvegar þegar bæði lið voru farin að huga til hálfleiks þegar fyrsta mark leiksins kom. Þá átti Albert aftur góða sendingu fyrir sem varnarmenn Stjörnunnar náðu að hreinsa út, það fór ekki langt því fyrir utan teig beið Ásgeir Börkur og skaut föstu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir Bjarna og tóku Fylkismenn því 1-0 forystu í hálfleik. Á 62. Mínútu seinni hálfleiks sendi Bjarni Jóhannsson Arnar Már Björgvinsson inn á en hann hefur oft komið inn á og breytt leikjum. Það tók hann ekki nema tvær mínútur að skora mark. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti þá langt innkast inn á teig sem var fleytt á fjærstöng. Þar beið Arnar Már, lék á einn varnarmann og skoraði framhjá Fjalari í marki Fylkis. Eftir þetta sóttu Stjörnumenn í leit að sigrinum en Fylkismenn beittu þó hættulegum skyndisóknum. Það var svo á 90. Mínútu leiksins sem sigurmark leiksins kom, Víðir Þorvarðarson átti þá fyrirgjöf sem fór í hönd Fylkismann innan teigs. Þóroddur Hjaltalín benti því á punktinn og á hann steig Halldór Orri Björnsson. Hann setti boltann örugglega í miðju netsins með því að vippa boltanum en Fjalar var þá kominn í horn. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og sigruðu því Stjörnumenn 2-1. Fylkismenn hljóta þó að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður forskoti og fá svo á sig mark á síðustu mínútu leiksins. Með þessu fer Stjarnan og KR yfir Fylki sem sitja nú í 9. Sæti Pepsi deildarinnar.Stjarnan 2 -1 Fylkir 0 - 1 Ásgeir Börkur Ásgeirsson(45.) 1 - 1 Arnar Már Björgvinsson(64.) 2 - 1 Halldór Orri Björnsson(91.) Áhorfendur: 727 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12- 4 (4-2 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 7 - 7 Aukaspyrnur fengnar: 21 -16 Rangstöður: 5 - 6Stjarnan (4-4-2) Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Björn Pálsson 5 Baldvin Sturluson 5 Þorvaldur Árnason 5 (62. Arnar Már Björgvinsson 6)Halldór Orri Björnsson 7 - maður leiksins (84. Víðir Þorvarðarson) Ellert Hreinsson 5 (79. Ólafur Karl Finsen)Fylkir (4 -3 -3) Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Tómas Joð Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 5 (80. Davíð Þór Ásbjörnsson ) Andrés Már Jóhannesson 5 Albert Brynjar Ingason 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 6 (91. Friðrik Ingi Þráinsson) Pape Mamadoue Faye (18. Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7) Jóhann Þórhallsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Halldór Orri Björnsson tryggði Stjörnunni 2-1 sigur á Fylki á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld en markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins eftir að Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi hendi á leikmann Fylkis. Með þessum sigri fór Stjarnan upp í sjöunda sætiði með 17 stig. Fyrsta færi leiksins kom á 12. Mínútu þegar Pape Mamadoue Faye fékk góða sendingu fyrir frá Alberti Brynjari Ingasyni en setti boltann framhjá. Hann lenti í samstuði við Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar við þetta og þurfti að fara út nokkrum mínútum síðar og kom Ásgeir Börkur Ásgeirsson inn fyrir hann. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, það var hinsvegar þegar bæði lið voru farin að huga til hálfleiks þegar fyrsta mark leiksins kom. Þá átti Albert aftur góða sendingu fyrir sem varnarmenn Stjörnunnar náðu að hreinsa út, það fór ekki langt því fyrir utan teig beið Ásgeir Börkur og skaut föstu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir Bjarna og tóku Fylkismenn því 1-0 forystu í hálfleik. Á 62. Mínútu seinni hálfleiks sendi Bjarni Jóhannsson Arnar Már Björgvinsson inn á en hann hefur oft komið inn á og breytt leikjum. Það tók hann ekki nema tvær mínútur að skora mark. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti þá langt innkast inn á teig sem var fleytt á fjærstöng. Þar beið Arnar Már, lék á einn varnarmann og skoraði framhjá Fjalari í marki Fylkis. Eftir þetta sóttu Stjörnumenn í leit að sigrinum en Fylkismenn beittu þó hættulegum skyndisóknum. Það var svo á 90. Mínútu leiksins sem sigurmark leiksins kom, Víðir Þorvarðarson átti þá fyrirgjöf sem fór í hönd Fylkismann innan teigs. Þóroddur Hjaltalín benti því á punktinn og á hann steig Halldór Orri Björnsson. Hann setti boltann örugglega í miðju netsins með því að vippa boltanum en Fjalar var þá kominn í horn. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og sigruðu því Stjörnumenn 2-1. Fylkismenn hljóta þó að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður forskoti og fá svo á sig mark á síðustu mínútu leiksins. Með þessu fer Stjarnan og KR yfir Fylki sem sitja nú í 9. Sæti Pepsi deildarinnar.Stjarnan 2 -1 Fylkir 0 - 1 Ásgeir Börkur Ásgeirsson(45.) 1 - 1 Arnar Már Björgvinsson(64.) 2 - 1 Halldór Orri Björnsson(91.) Áhorfendur: 727 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12- 4 (4-2 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 7 - 7 Aukaspyrnur fengnar: 21 -16 Rangstöður: 5 - 6Stjarnan (4-4-2) Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Björn Pálsson 5 Baldvin Sturluson 5 Þorvaldur Árnason 5 (62. Arnar Már Björgvinsson 6)Halldór Orri Björnsson 7 - maður leiksins (84. Víðir Þorvarðarson) Ellert Hreinsson 5 (79. Ólafur Karl Finsen)Fylkir (4 -3 -3) Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Tómas Joð Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 5 (80. Davíð Þór Ásbjörnsson ) Andrés Már Jóhannesson 5 Albert Brynjar Ingason 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 6 (91. Friðrik Ingi Þráinsson) Pape Mamadoue Faye (18. Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7) Jóhann Þórhallsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira