Umfjöllun: Halldór Orri tryggði Stjörnunni sigur úr víti á 90. mínútu Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júlí 2010 18:30 Mynd/Anton Halldór Orri Björnsson tryggði Stjörnunni 2-1 sigur á Fylki á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld en markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins eftir að Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi hendi á leikmann Fylkis. Með þessum sigri fór Stjarnan upp í sjöunda sætiði með 17 stig. Fyrsta færi leiksins kom á 12. Mínútu þegar Pape Mamadoue Faye fékk góða sendingu fyrir frá Alberti Brynjari Ingasyni en setti boltann framhjá. Hann lenti í samstuði við Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar við þetta og þurfti að fara út nokkrum mínútum síðar og kom Ásgeir Börkur Ásgeirsson inn fyrir hann. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, það var hinsvegar þegar bæði lið voru farin að huga til hálfleiks þegar fyrsta mark leiksins kom. Þá átti Albert aftur góða sendingu fyrir sem varnarmenn Stjörnunnar náðu að hreinsa út, það fór ekki langt því fyrir utan teig beið Ásgeir Börkur og skaut föstu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir Bjarna og tóku Fylkismenn því 1-0 forystu í hálfleik. Á 62. Mínútu seinni hálfleiks sendi Bjarni Jóhannsson Arnar Már Björgvinsson inn á en hann hefur oft komið inn á og breytt leikjum. Það tók hann ekki nema tvær mínútur að skora mark. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti þá langt innkast inn á teig sem var fleytt á fjærstöng. Þar beið Arnar Már, lék á einn varnarmann og skoraði framhjá Fjalari í marki Fylkis. Eftir þetta sóttu Stjörnumenn í leit að sigrinum en Fylkismenn beittu þó hættulegum skyndisóknum. Það var svo á 90. Mínútu leiksins sem sigurmark leiksins kom, Víðir Þorvarðarson átti þá fyrirgjöf sem fór í hönd Fylkismann innan teigs. Þóroddur Hjaltalín benti því á punktinn og á hann steig Halldór Orri Björnsson. Hann setti boltann örugglega í miðju netsins með því að vippa boltanum en Fjalar var þá kominn í horn. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og sigruðu því Stjörnumenn 2-1. Fylkismenn hljóta þó að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður forskoti og fá svo á sig mark á síðustu mínútu leiksins. Með þessu fer Stjarnan og KR yfir Fylki sem sitja nú í 9. Sæti Pepsi deildarinnar.Stjarnan 2 -1 Fylkir 0 - 1 Ásgeir Börkur Ásgeirsson(45.) 1 - 1 Arnar Már Björgvinsson(64.) 2 - 1 Halldór Orri Björnsson(91.) Áhorfendur: 727 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12- 4 (4-2 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 7 - 7 Aukaspyrnur fengnar: 21 -16 Rangstöður: 5 - 6Stjarnan (4-4-2) Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Björn Pálsson 5 Baldvin Sturluson 5 Þorvaldur Árnason 5 (62. Arnar Már Björgvinsson 6)Halldór Orri Björnsson 7 - maður leiksins (84. Víðir Þorvarðarson) Ellert Hreinsson 5 (79. Ólafur Karl Finsen)Fylkir (4 -3 -3) Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Tómas Joð Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 5 (80. Davíð Þór Ásbjörnsson ) Andrés Már Jóhannesson 5 Albert Brynjar Ingason 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 6 (91. Friðrik Ingi Þráinsson) Pape Mamadoue Faye (18. Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7) Jóhann Þórhallsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Halldór Orri Björnsson tryggði Stjörnunni 2-1 sigur á Fylki á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld en markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins eftir að Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi hendi á leikmann Fylkis. Með þessum sigri fór Stjarnan upp í sjöunda sætiði með 17 stig. Fyrsta færi leiksins kom á 12. Mínútu þegar Pape Mamadoue Faye fékk góða sendingu fyrir frá Alberti Brynjari Ingasyni en setti boltann framhjá. Hann lenti í samstuði við Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar við þetta og þurfti að fara út nokkrum mínútum síðar og kom Ásgeir Börkur Ásgeirsson inn fyrir hann. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, það var hinsvegar þegar bæði lið voru farin að huga til hálfleiks þegar fyrsta mark leiksins kom. Þá átti Albert aftur góða sendingu fyrir sem varnarmenn Stjörnunnar náðu að hreinsa út, það fór ekki langt því fyrir utan teig beið Ásgeir Börkur og skaut föstu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir Bjarna og tóku Fylkismenn því 1-0 forystu í hálfleik. Á 62. Mínútu seinni hálfleiks sendi Bjarni Jóhannsson Arnar Már Björgvinsson inn á en hann hefur oft komið inn á og breytt leikjum. Það tók hann ekki nema tvær mínútur að skora mark. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti þá langt innkast inn á teig sem var fleytt á fjærstöng. Þar beið Arnar Már, lék á einn varnarmann og skoraði framhjá Fjalari í marki Fylkis. Eftir þetta sóttu Stjörnumenn í leit að sigrinum en Fylkismenn beittu þó hættulegum skyndisóknum. Það var svo á 90. Mínútu leiksins sem sigurmark leiksins kom, Víðir Þorvarðarson átti þá fyrirgjöf sem fór í hönd Fylkismann innan teigs. Þóroddur Hjaltalín benti því á punktinn og á hann steig Halldór Orri Björnsson. Hann setti boltann örugglega í miðju netsins með því að vippa boltanum en Fjalar var þá kominn í horn. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og sigruðu því Stjörnumenn 2-1. Fylkismenn hljóta þó að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður forskoti og fá svo á sig mark á síðustu mínútu leiksins. Með þessu fer Stjarnan og KR yfir Fylki sem sitja nú í 9. Sæti Pepsi deildarinnar.Stjarnan 2 -1 Fylkir 0 - 1 Ásgeir Börkur Ásgeirsson(45.) 1 - 1 Arnar Már Björgvinsson(64.) 2 - 1 Halldór Orri Björnsson(91.) Áhorfendur: 727 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12- 4 (4-2 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 7 - 7 Aukaspyrnur fengnar: 21 -16 Rangstöður: 5 - 6Stjarnan (4-4-2) Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Björn Pálsson 5 Baldvin Sturluson 5 Þorvaldur Árnason 5 (62. Arnar Már Björgvinsson 6)Halldór Orri Björnsson 7 - maður leiksins (84. Víðir Þorvarðarson) Ellert Hreinsson 5 (79. Ólafur Karl Finsen)Fylkir (4 -3 -3) Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Tómas Joð Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 5 (80. Davíð Þór Ásbjörnsson ) Andrés Már Jóhannesson 5 Albert Brynjar Ingason 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 6 (91. Friðrik Ingi Þráinsson) Pape Mamadoue Faye (18. Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7) Jóhann Þórhallsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki