Íslenski boltinn

Halldór Orri: Arnar Már heldur í super-sub nafnið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Halldór Orri Björnsson tryggði Stjörnunni sigur í kvöld.
Halldór Orri Björnsson tryggði Stjörnunni sigur í kvöld.
„Þetta er virkilega sætur sigur, við erum búnir að hiksta svolítið síðustu umferðir og eru þessi þrjú stig því kærkomin og komast á sigurbraut aftur" sagði Halldór Orri Björnsson leikmaður Stjörnunnar eftir 2-1 sigur á Fylki í Garðabæ.

„Það var virkilega svekkjandi að fá á sig mark svona rétt fyrir hálfleik þegar mér fannst við búnir að vera betri aðilinn. Við komum inn í leikinn með fína stemmingu í hópnum, fengum nokkur færi í fyrri hálfleik en fáum svo þessa köldu vatnsgusu í andlitið í hálfleik. Við ákváðum bara að halda áfram sama leik, sýna þolinmæði og það skilaði sér."

Stjörnuliðið sýndi góðan anda með því að koma aftur úr stöðunni 0-1 og sigra 2-1.

„Þrátt fyrir að Fylkismenn hafi ekki skapað sér mikið er þetta sennilega eitt baráttumesta lið landsins og við lögðum upp með að jafna baráttuna, með því myndum við sigra. Loksins erum við með breiðan hóp og Arnar Már kom virkilega sterkur inn af bekknum, skoraði jöfnunarmarkið og virðist halda í þetta super-sub nafn"

Halldór Orri steig svo sjálfur á punktinn á 91. Mínútu og skoraði sigurmarkið með ískaldri vítaspyrnu, hann vippaði boltann í mitt markið þegar Fjalar fór í hornið.

„Það skaut upp sú hugsun hvort ég ætti að gera þetta, á 91. Mínútu í jöfnum leik. Ég var hinsvegar búinn að ákveða þetta fyrir leikinn og hélt mig við það" sagði Halldór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×