Enski boltinn

Arshavin: Wenger var brjálaður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Hinn rússneski framherji Arsenal, Andrei Arshavin, greinir frá því á heimasíðu sinni að stjóri liðsins, Arsene Wenger, hafi orðið brjálaður þegar Gunners fékk á sig jöfnunarmark gegn Birmingham.

„Wenger varð alveg brjálaður rétt eins og við allir. Það tóku allir þetta jafntefli virkilega inn á sig. Við vorum svo nálægt öðrum sigri. Það var algjör synd að klára ekki leikinn," sagði Rússinn.

„Ég hef annars ekkert frekar um þennan leik að segja."

Wenger sjálfur hefur kennt ástandi vallarins um jafnteflið. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.