Enski boltinn

Hodgson ósáttur við gagnrýnina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þó svo Roy Hodgson sé búinn að vera stjóri hjá Liverpool í stuttan tíma er hann strax undir mikilli pressu. Liverpool hefur aðeins fengið sex stig í sex leikjum og er í fallsæti.

Liverpool kemst upp úr því með sigri á Blackpool í dag. Hodgson er ekki sáttur við gagnrýnina og svarar fyrir sig í dag.

"Það er móðgun að halda því fram að mínar vinnuaðferðir gangi ekki lengur upp bara af því ég sé hjá nýju félagi. Þær hafa dugað ágætlega í 35 ár og gert mig að einum virtasta stjóra Evrópu. Það er ótrúlegt að fylgjast með svona fréttaflutningi," sagði Hodgson reiður.

"Í tvö og hálft ár var ekkert neikvætt skrifað um mig hjá Fulham. Það hefur breyst en ég er samt að gera sömu hlutina. Það eru aðeins 6 leikir búnir af 38 og mér er því alveg sama í hvaða sæti við erum í núna. Ekki móðga mig því á slíkan hátt."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.