Enski boltinn

Ecclestone framlengir við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nathan Ecclestone í baráttu í leik með Liverpool.
Nathan Ecclestone í baráttu í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Nathan Ecclestone hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool til loka tímabilsins 2013. Þetta kemur fram á fréttavef Sky Sports

Núverandi samningur Ecclestone rennur út í lok núverandi leiktíðar en hann er átján ára gamall.

Hann þykir afar efnilegur sóknarmaður og hefur skorað sex mörk í tíu leikjum með varaliðinu. Hann er nú á ferðalagi með varaliðinu á Spáni en er sagður ætla að skrifa aftur þegar hann snýr aftur til Englands.

Enn fremur er fullyrt að fjöldi annarra félaga í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt Ecclestone áhuga að undanförnu.

Hann var í liði Liverpool gegn Arsenal í enska deildarbikarnum en kom einnig inn á sem varamaður í leik gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×