Enski boltinn

Van der Sar slær ekki met í kvöld

NordicPhotos/GettyImages

Hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar hjá Manchester United hefur haldið marki sínu hreinu lengur en nokkur annar markvörður í sögu deildakeppni á Bretlandseyjum.

Hann hefur haldið marki sínu hreinu í 1212 mínútur í deildinni og setti Bretlandseyjamet þegar hann hélt enn einu sinni hreinu í síðasta leik.

Því hefur verið haldið fram að Van der Sar myndi slá Evrópumet ef hann héldi hreinu gegn Fulham í kvöld, þar sem hann myndi slá met Atletico-markvarðarins Abel Resino.

Resino þessi er hinsvegar aðeins í öðru sæti yfir markverði sem lengst hafa haldið hreinu í deild í Evrópu.

Evrópumetið á belgíski markvörðurinn Dany Verlinden sem hélt marki Club Brugge hreinu í 1390 mínútur frá mars til september árið 1990.

Van der Sar á enn lengra í að slá heimsmetið í að halda marki hreinu í deild. Það er í höndum brasilíska markvarðarins Mazarópi, en hann hélt marki Vasco da Gama hreinu frá maí 1977 til september 1978 - í alls 1816 mínútur.

Van der Sar hefur haldið marki sínu hreinu allar götur frá því Frakkinn Samir Nasri hjá Arsenal skoraði hjá honum þann 8. nóvember. Hann þarf þó að halda marki sínu hreinu í sjö leiki í viðbót til að ná Brasilíumanninum.

Evrópumet í að halda hreinu í deild:

1. Dany Verlinden, Club Brugge árið 1990, 1390 mínútur

2. Abel Resino Gómez, Atlético árið 1990-91, 1275 mín

3. Marios Praxitelous, Om. Nicosia árið 1981-82, 1221 mín

4. Edwin van der Sar, Man Utd árið 2008-? 1212 mín - enn í gangi

Heimsmet í að halda hreinu í deild:

1. Mazarópi, Vasco da Gama árið 1977-78, 1816 mín

2. Thabet El-Batal, Al Ahly Kairo árið 1976-77, 1486 mín

3. Dany Verlinden, Club Brugge árið 1990, 1390 mín

4. José María Buljubasich, Univ. Católica árið 2005, 1352 mín

5. Thabet El-Batal, Al Ahly Kairo árið 1978-79, 1325 mín

---------

10. Edwin van der Sar, Man Utd árið 2008-? 1212 mín - enn í gangi








Fleiri fréttir

Sjá meira


×