Rauði baróninn stendur undir nafni 9. júní 2008 11:40 Ingvar Ólason, leikmaður Fram, fær hér að líta gula spjaldið hjá Garðari Erni í gær. Mynd/Vilhelm Garðar Örn Hinriksson lyfti fimm rauðum spjöldum á loft í leik Fram og Grindavíkur í gær. Það er þó ekki persónulegt „met" hjá Garðari. „Eins fáránlega og það kann að hljóma er það ekki," sagði Garðar í samtali við Vísi í dag. „Ég dæmdi leik Dalvíkur og Gróttu í næstneðstu deild árið 1996 og þar fengu sex leikmenn rautt spjald. Þá þurfti að aflýsa leiknum." Reglurnar sem voru í gildi þá kváðu um að ef fjórir leikmenn annars liðsins fengu rautt spjald þyrfti að blása leikinn af og dæma hinu liðinu 3-0 sigur. Ári síðar var reglunum hins vegar breytt og nú þurfa fimm leikmenn að fá rautt til að svo fari. Alls fengu sjö leikmenn að líta rauða spjaldið í leikjum sjöttu umferðarinnar en tveir forráðamenn liðs Grindavíkur fengu einnig rautt að leiknum loknum. Það voru Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur og Ingvar Guðjónsson framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar félagsins. Garðar segir að engin ein skýring sé að baki þessum mikla fjölda rauðu spjaldanna. „Leikurinn í gær var ekkert grófur," sagði Garðar. „Áherslurnar í dómgæslunni verða alltaf strangari með hverju árinu og gæti það hugsanlega verið ein skýringin." „Ég get ekki dæmd hvert brot fyrir sig. En það skal viðurkennast að rauðu spjöldin hafa verið nokkuð mörg í sumar." Hann segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir hann að halda sínu striki í leiknum í gær. „Nei, mér fannst það ekki. En þegar leikurinn var búinn var maður sjálfur alveg búinn á líkama og sál. Þetta tekur mikið á." Garðar segir sjálfur að hann hafi lítið gefið af rauðum spjöldum undanfarin ár en í fyrra gaf hann aðeins einum leikmanni rautt allt tímabilið. „Þeim hefur þó fjölgað eitthvað á þessu ári án þess að ég viti af hverju," sagði Garðar sem hefur stundum verið kallaður rauði baróninn. „Jú, jú - það er einn og einn sem hefur kallað mig þessu nafni og ég lifi með því," sagði hann í léttum dúr. „Þetta er bara góðlátlegt grín sem ég tek þátt í." Hann er heldur ekki orðinn smeykur við að dæma næsta leik. „Ef ég væri hræddur við að mæta í leiki væri ég löngu hættur þessu." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira
Garðar Örn Hinriksson lyfti fimm rauðum spjöldum á loft í leik Fram og Grindavíkur í gær. Það er þó ekki persónulegt „met" hjá Garðari. „Eins fáránlega og það kann að hljóma er það ekki," sagði Garðar í samtali við Vísi í dag. „Ég dæmdi leik Dalvíkur og Gróttu í næstneðstu deild árið 1996 og þar fengu sex leikmenn rautt spjald. Þá þurfti að aflýsa leiknum." Reglurnar sem voru í gildi þá kváðu um að ef fjórir leikmenn annars liðsins fengu rautt spjald þyrfti að blása leikinn af og dæma hinu liðinu 3-0 sigur. Ári síðar var reglunum hins vegar breytt og nú þurfa fimm leikmenn að fá rautt til að svo fari. Alls fengu sjö leikmenn að líta rauða spjaldið í leikjum sjöttu umferðarinnar en tveir forráðamenn liðs Grindavíkur fengu einnig rautt að leiknum loknum. Það voru Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur og Ingvar Guðjónsson framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar félagsins. Garðar segir að engin ein skýring sé að baki þessum mikla fjölda rauðu spjaldanna. „Leikurinn í gær var ekkert grófur," sagði Garðar. „Áherslurnar í dómgæslunni verða alltaf strangari með hverju árinu og gæti það hugsanlega verið ein skýringin." „Ég get ekki dæmd hvert brot fyrir sig. En það skal viðurkennast að rauðu spjöldin hafa verið nokkuð mörg í sumar." Hann segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir hann að halda sínu striki í leiknum í gær. „Nei, mér fannst það ekki. En þegar leikurinn var búinn var maður sjálfur alveg búinn á líkama og sál. Þetta tekur mikið á." Garðar segir sjálfur að hann hafi lítið gefið af rauðum spjöldum undanfarin ár en í fyrra gaf hann aðeins einum leikmanni rautt allt tímabilið. „Þeim hefur þó fjölgað eitthvað á þessu ári án þess að ég viti af hverju," sagði Garðar sem hefur stundum verið kallaður rauði baróninn. „Jú, jú - það er einn og einn sem hefur kallað mig þessu nafni og ég lifi með því," sagði hann í léttum dúr. „Þetta er bara góðlátlegt grín sem ég tek þátt í." Hann er heldur ekki orðinn smeykur við að dæma næsta leik. „Ef ég væri hræddur við að mæta í leiki væri ég löngu hættur þessu."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira