Rauði baróninn stendur undir nafni 9. júní 2008 11:40 Ingvar Ólason, leikmaður Fram, fær hér að líta gula spjaldið hjá Garðari Erni í gær. Mynd/Vilhelm Garðar Örn Hinriksson lyfti fimm rauðum spjöldum á loft í leik Fram og Grindavíkur í gær. Það er þó ekki persónulegt „met" hjá Garðari. „Eins fáránlega og það kann að hljóma er það ekki," sagði Garðar í samtali við Vísi í dag. „Ég dæmdi leik Dalvíkur og Gróttu í næstneðstu deild árið 1996 og þar fengu sex leikmenn rautt spjald. Þá þurfti að aflýsa leiknum." Reglurnar sem voru í gildi þá kváðu um að ef fjórir leikmenn annars liðsins fengu rautt spjald þyrfti að blása leikinn af og dæma hinu liðinu 3-0 sigur. Ári síðar var reglunum hins vegar breytt og nú þurfa fimm leikmenn að fá rautt til að svo fari. Alls fengu sjö leikmenn að líta rauða spjaldið í leikjum sjöttu umferðarinnar en tveir forráðamenn liðs Grindavíkur fengu einnig rautt að leiknum loknum. Það voru Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur og Ingvar Guðjónsson framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar félagsins. Garðar segir að engin ein skýring sé að baki þessum mikla fjölda rauðu spjaldanna. „Leikurinn í gær var ekkert grófur," sagði Garðar. „Áherslurnar í dómgæslunni verða alltaf strangari með hverju árinu og gæti það hugsanlega verið ein skýringin." „Ég get ekki dæmd hvert brot fyrir sig. En það skal viðurkennast að rauðu spjöldin hafa verið nokkuð mörg í sumar." Hann segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir hann að halda sínu striki í leiknum í gær. „Nei, mér fannst það ekki. En þegar leikurinn var búinn var maður sjálfur alveg búinn á líkama og sál. Þetta tekur mikið á." Garðar segir sjálfur að hann hafi lítið gefið af rauðum spjöldum undanfarin ár en í fyrra gaf hann aðeins einum leikmanni rautt allt tímabilið. „Þeim hefur þó fjölgað eitthvað á þessu ári án þess að ég viti af hverju," sagði Garðar sem hefur stundum verið kallaður rauði baróninn. „Jú, jú - það er einn og einn sem hefur kallað mig þessu nafni og ég lifi með því," sagði hann í léttum dúr. „Þetta er bara góðlátlegt grín sem ég tek þátt í." Hann er heldur ekki orðinn smeykur við að dæma næsta leik. „Ef ég væri hræddur við að mæta í leiki væri ég löngu hættur þessu." Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Garðar Örn Hinriksson lyfti fimm rauðum spjöldum á loft í leik Fram og Grindavíkur í gær. Það er þó ekki persónulegt „met" hjá Garðari. „Eins fáránlega og það kann að hljóma er það ekki," sagði Garðar í samtali við Vísi í dag. „Ég dæmdi leik Dalvíkur og Gróttu í næstneðstu deild árið 1996 og þar fengu sex leikmenn rautt spjald. Þá þurfti að aflýsa leiknum." Reglurnar sem voru í gildi þá kváðu um að ef fjórir leikmenn annars liðsins fengu rautt spjald þyrfti að blása leikinn af og dæma hinu liðinu 3-0 sigur. Ári síðar var reglunum hins vegar breytt og nú þurfa fimm leikmenn að fá rautt til að svo fari. Alls fengu sjö leikmenn að líta rauða spjaldið í leikjum sjöttu umferðarinnar en tveir forráðamenn liðs Grindavíkur fengu einnig rautt að leiknum loknum. Það voru Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur og Ingvar Guðjónsson framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar félagsins. Garðar segir að engin ein skýring sé að baki þessum mikla fjölda rauðu spjaldanna. „Leikurinn í gær var ekkert grófur," sagði Garðar. „Áherslurnar í dómgæslunni verða alltaf strangari með hverju árinu og gæti það hugsanlega verið ein skýringin." „Ég get ekki dæmd hvert brot fyrir sig. En það skal viðurkennast að rauðu spjöldin hafa verið nokkuð mörg í sumar." Hann segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir hann að halda sínu striki í leiknum í gær. „Nei, mér fannst það ekki. En þegar leikurinn var búinn var maður sjálfur alveg búinn á líkama og sál. Þetta tekur mikið á." Garðar segir sjálfur að hann hafi lítið gefið af rauðum spjöldum undanfarin ár en í fyrra gaf hann aðeins einum leikmanni rautt allt tímabilið. „Þeim hefur þó fjölgað eitthvað á þessu ári án þess að ég viti af hverju," sagði Garðar sem hefur stundum verið kallaður rauði baróninn. „Jú, jú - það er einn og einn sem hefur kallað mig þessu nafni og ég lifi með því," sagði hann í léttum dúr. „Þetta er bara góðlátlegt grín sem ég tek þátt í." Hann er heldur ekki orðinn smeykur við að dæma næsta leik. „Ef ég væri hræddur við að mæta í leiki væri ég löngu hættur þessu."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira