Rafael Benitez hjá Liverpool hefur verið valinn þjálfari mánaðarins og Cesc Fabregas hjá Arsenal leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni en greint var frá þessum tíðindum nú undir kvöld.
Undir stjórn Benitez vann Liverpool alla fjóra deildarleiki sína í janúar og fékk aðeins á sig eitt mark. Hinn 19 ára gamli Fabregas lék stórt hlutverk í þremur sigurleikjum Arsenal í ensku deildinni í janúar.