Vill ekki sjá frumvarp með áætlunum um brottflutning hermanna 3. apríl 2007 14:48 MYND/AP George Bush Bandaríkjaforseti hvatti Bandaríkjaþing í dag til samþykkja hið fyrsta frumvarp um fjárveitingar til Íraksstríðsins þar sem ekki væri gert ráð fyrir skilyrðum um hvenær kalla ætti herinn heim frá Írak. Deila hefur staðið á milli forsetans og þingsins vegna frumvarpsins í nærri tvo mánuði. Demókratar, sem hafa meirihluta á þingi, vilja að allir bandarískir hermenn verði komnir heim fyrir 31. mars á næsta ári en það telur Bush óraunhæft og hefur hótað að beita neitunarvaldi gegn frumvarpinu jafvel þótt það feli í sér mikilvæga fjármuni fyrir herinn. Bush var harðorður í garð þingmeirihlutans í dag og sagði að þingið ætti ekki að segja herforingjum hvernig ætti í að heyja stríði. Aðeins 40 prósent af þeim liðsauka, sem samþykkt hefði verið að senda til Íraks til að reyna að bæta ástandið, væri kominn þangað en samt væru menn að ræða um að kalla herliðið heim áður en árangur næðist. Þá sagði Bush að ef þingið kæmist ekki að niðurstöðu um frumvarp í málinu sem hann gæti skrifað undir fyrir miðjan apríl þyrfti að skera niður í tækjakaupum og tækjaviðhaldi í hernum. Til frekari niðurskurðar þyrfti að koma ef frumvarpið væri ekki orðið að lögum fyrir miðjan maí. Þá ítrekaði Bush að hann væri andsnúinn tímaáætlunum um brottflutning hermanna á þessu stigi og sagðist myndu beita neitunarvaldi gegn frumvarpi sem fæli slíkt í sér. Bush sagði að enn fremur að ef menn gæfu eftir myndi ringulreið skapast í Bagdad sem gengi að hinu unga lýðræðisríki Írak dauðu. Þá myndi andstæðingum Bandaríkjanna vaxa ásmegin og aukin hætta skapast í Bandaríkjunum. Írak Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti hvatti Bandaríkjaþing í dag til samþykkja hið fyrsta frumvarp um fjárveitingar til Íraksstríðsins þar sem ekki væri gert ráð fyrir skilyrðum um hvenær kalla ætti herinn heim frá Írak. Deila hefur staðið á milli forsetans og þingsins vegna frumvarpsins í nærri tvo mánuði. Demókratar, sem hafa meirihluta á þingi, vilja að allir bandarískir hermenn verði komnir heim fyrir 31. mars á næsta ári en það telur Bush óraunhæft og hefur hótað að beita neitunarvaldi gegn frumvarpinu jafvel þótt það feli í sér mikilvæga fjármuni fyrir herinn. Bush var harðorður í garð þingmeirihlutans í dag og sagði að þingið ætti ekki að segja herforingjum hvernig ætti í að heyja stríði. Aðeins 40 prósent af þeim liðsauka, sem samþykkt hefði verið að senda til Íraks til að reyna að bæta ástandið, væri kominn þangað en samt væru menn að ræða um að kalla herliðið heim áður en árangur næðist. Þá sagði Bush að ef þingið kæmist ekki að niðurstöðu um frumvarp í málinu sem hann gæti skrifað undir fyrir miðjan apríl þyrfti að skera niður í tækjakaupum og tækjaviðhaldi í hernum. Til frekari niðurskurðar þyrfti að koma ef frumvarpið væri ekki orðið að lögum fyrir miðjan maí. Þá ítrekaði Bush að hann væri andsnúinn tímaáætlunum um brottflutning hermanna á þessu stigi og sagðist myndu beita neitunarvaldi gegn frumvarpi sem fæli slíkt í sér. Bush sagði að enn fremur að ef menn gæfu eftir myndi ringulreið skapast í Bagdad sem gengi að hinu unga lýðræðisríki Írak dauðu. Þá myndi andstæðingum Bandaríkjanna vaxa ásmegin og aukin hætta skapast í Bandaríkjunum.
Írak Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira