Enski boltinn

Góður dagur hjá ensku liðunum

Antoine Sibierski fagnar hér sigurmarki sínu gegn Fenerbahce
Antoine Sibierski fagnar hér sigurmarki sínu gegn Fenerbahce NordicPhotos/GettyImages

Ensku liðin þrjú sem taka þátt í Evrópukeppni félagsliða áttu góðan dag þegar fyrstu leikirnir í riðlakeppninni fóru fram. Newcastle lagði Fenerbahce 1-0 á heimavelli í kvöld með marki frá Antoine Sibierski undir lok leiksins.

Í A-riðli lagði Glasgow Rangers ítalska liðið Livorno 3-2 á útivelli og Maccabi Haifa sigraði Auxerre 3-1.

Í B-riðli vann Tottenham 2-0 útisigur á Besiktas í leik sem sýndur var beint á Sýn og Club Brugge og Leverkusen skildu jöfn 1-1 í Belgíu.

Í C-riðli vann Íslendingalið AZ Alkmaar góðan 3-0 sigur á Braga þar sem Grétar Rafn Steinsson spilaði síðari hálfleikinn fyrir hollenska liðið og Liberec náði 0-0 jafntefli við sigurliðið frá því í fyrra, Sevilla.

Í D-riðli vann Parma 2-1 útisigur á OB Odense og Osasuna og Heerenveen gerðu markalaust jafntefli.

Í E-riðli vann Blackburn góðan 2-1 útisigur á pólska liðinu Wisla Krakow og Basel og Feyenoord skildu jöfn 1-1.

Í F-riðli vann Zulte-Waregem óvæntan 4-1 útisigur á Austria Vín þar sem Kristinn Jakobsson dæmdi og þurfti aðeins að lyfta gula spjaldinu einu sinni. Þá vann Espanyol 2-0 útisigur á Sparta Prag.

Í G-riðli vann Pananthinaikos 2-0 á Hapoel Tel Aviv og Rapid Búkarest og PSG frá Frakklandi skildu jöfn 0-0.

Í H-riðli vann ítalska liðið Palermo góðan 2-1 útisigur á Frankfurt og Newcastle lagði Fenerbahce eins og áður sagði, 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×