Búist við tillögum um aukið samstarf við Sýrlendinga og Írana 6. desember 2006 12:15 MYND/AP Nefnd á vegum Bandaríkjaþings sem gera á tillögur um breytingar á stefnunni í Írak skilar niðurstöðum sínum í dag. Aukið samstarf við Sýrlendinga og Írana og heimkvaðning herliðsins í áföngum er á meðal þess sem búist er við að nefndin leggi til. Nefndin hefur verið að störfum síðan í apríl undir stjórn James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og á þeim tíma hefur hún rætt við um 170 manns, þar á meðal George Bush Bandaríkjaforseta og Tony Blair forsætisráðherra Bretlands. Óhætt er að segja að niðurstaðna nefndarinnar hafi verið beðið með talsverðri eftirvæntingu enda fer ástandið í Írak versnandi með hverjum mánuðinum og úrbóta því þörf. Miðað við það sem kvisast hefur út af störfum nefndarinnar er reiknað með að hún leggi megin áherslu á tvennt. Annars vegar að Sýrlendingar og Íranar verði fengnir í ríkari mæli til að aðstoða nágranna sína í Írak við að binda enda á ófriðinn, hins vegar að um helmingur herliðsins verði kallaður í áföngum heim frá Írak á næstu átján mánuðum. Í tengslum við það verði verksvið þeirra sveita sem eru eftir endurskilgreint þannig að þær sjái frekar um að aðstoða íraskar hersveitir en að taka sjálfar þátt í bardögum við uppreisnarmenn. Um 140.000 bandarískir hermenn eru þar í dag og því verður um verulega fækkun að ræða. Bush forseti hefur sagst ætla að grandskoða tillögur nefndarinnar en ítrekað um leið að hann telji sig ekki bundinn af þeim. Átta manns hafa látið lífið í árásum hermdarverkamanna í Írak það sem af er degi, meðal annars dóu tveir í sjálfsmorðsárás í strætisvagni í Bagdad í morgun. Írak Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Nefnd á vegum Bandaríkjaþings sem gera á tillögur um breytingar á stefnunni í Írak skilar niðurstöðum sínum í dag. Aukið samstarf við Sýrlendinga og Írana og heimkvaðning herliðsins í áföngum er á meðal þess sem búist er við að nefndin leggi til. Nefndin hefur verið að störfum síðan í apríl undir stjórn James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og á þeim tíma hefur hún rætt við um 170 manns, þar á meðal George Bush Bandaríkjaforseta og Tony Blair forsætisráðherra Bretlands. Óhætt er að segja að niðurstaðna nefndarinnar hafi verið beðið með talsverðri eftirvæntingu enda fer ástandið í Írak versnandi með hverjum mánuðinum og úrbóta því þörf. Miðað við það sem kvisast hefur út af störfum nefndarinnar er reiknað með að hún leggi megin áherslu á tvennt. Annars vegar að Sýrlendingar og Íranar verði fengnir í ríkari mæli til að aðstoða nágranna sína í Írak við að binda enda á ófriðinn, hins vegar að um helmingur herliðsins verði kallaður í áföngum heim frá Írak á næstu átján mánuðum. Í tengslum við það verði verksvið þeirra sveita sem eru eftir endurskilgreint þannig að þær sjái frekar um að aðstoða íraskar hersveitir en að taka sjálfar þátt í bardögum við uppreisnarmenn. Um 140.000 bandarískir hermenn eru þar í dag og því verður um verulega fækkun að ræða. Bush forseti hefur sagst ætla að grandskoða tillögur nefndarinnar en ítrekað um leið að hann telji sig ekki bundinn af þeim. Átta manns hafa látið lífið í árásum hermdarverkamanna í Írak það sem af er degi, meðal annars dóu tveir í sjálfsmorðsárás í strætisvagni í Bagdad í morgun.
Írak Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira