Blóðbað í Najaf 6. ágúst 2004 00:01 Harðir bardagar milli íraskra uppreisnarmanna og bandarískra hermanna í hinni helgu borg Najaf síðustu tvo daga hafa kostað 300 uppreisnarmenn lífið að sögn bandarísku herstjórnarinnar í Írak. Tugir til viðbótar hafa látist í bardögum annars staðar á svæðum sjíamúslima að sögn íraskra stjórnvalda. Bardagarnir eru einhverjir þeir mannskæðustu sem hafa brotist út milli uppreisnarmanna og bandarískra hermanna. Bardagarnir í Najaf brutust út að morgni fimmtudags. Sveitir hliðhollar klerknum Muqtada al-Sadr og Bandaríkjamenn kenna hvor öðrum um upptökin. Hitt er ljóst að bardagarnir hafa verið mjög harðir. Bandaríkjamenn hafa beitt herþotum og þyrlum í árásum á staði þar sem þeir telja uppreisnarmenn halda sig. Þeir áætla að um 300 uppreisnarmenn hafi látist en segja þrjá bandaríska hermenn hafa látist og tólf slasast í bardögunum. Al-Sadr veittist harkalega að Bandaríkjunum í messu sinni í gær. Hann hvatti til árása á Bandaríkjaher og sagði fráleitt að líta á hann sem bandamenn eins og Íraksstjórn hefur gert. "Bandaríkin eru óvinur okkar og óvinur þjóðarinnar. Við höfnum þessu bandalagi," sagði hann. Á sama tíma kölluðu aðstoðarmenn al-Sadr eftir vopnahléi. "Við skorum á ríkisstjórnina, sem hefur lýst sig fullvalda, að stöðva árásir Bandaríkjamanna," sagði Mahmoud al-Sudani talsmaður al-Sadr. Að auki var óskað eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna við að binda endi á bardagana. Najaf hafði verið nokkuð friðsæl um tveggja mánaða skeið þegar bardagarnir brutust út í fyrradag. Hart var barist í borginni frá apríl fram í júní. Þá eins og nú áttust við sveitir al-Sadr og bandarískar hersveitir. Þeim bardögum lauk með vopnahléi en spennan í samskiptum Bandaríkjamanna og al-Sadr og stuðningsmanna hans hefur magnast mjög að undanförnu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Harðir bardagar milli íraskra uppreisnarmanna og bandarískra hermanna í hinni helgu borg Najaf síðustu tvo daga hafa kostað 300 uppreisnarmenn lífið að sögn bandarísku herstjórnarinnar í Írak. Tugir til viðbótar hafa látist í bardögum annars staðar á svæðum sjíamúslima að sögn íraskra stjórnvalda. Bardagarnir eru einhverjir þeir mannskæðustu sem hafa brotist út milli uppreisnarmanna og bandarískra hermanna. Bardagarnir í Najaf brutust út að morgni fimmtudags. Sveitir hliðhollar klerknum Muqtada al-Sadr og Bandaríkjamenn kenna hvor öðrum um upptökin. Hitt er ljóst að bardagarnir hafa verið mjög harðir. Bandaríkjamenn hafa beitt herþotum og þyrlum í árásum á staði þar sem þeir telja uppreisnarmenn halda sig. Þeir áætla að um 300 uppreisnarmenn hafi látist en segja þrjá bandaríska hermenn hafa látist og tólf slasast í bardögunum. Al-Sadr veittist harkalega að Bandaríkjunum í messu sinni í gær. Hann hvatti til árása á Bandaríkjaher og sagði fráleitt að líta á hann sem bandamenn eins og Íraksstjórn hefur gert. "Bandaríkin eru óvinur okkar og óvinur þjóðarinnar. Við höfnum þessu bandalagi," sagði hann. Á sama tíma kölluðu aðstoðarmenn al-Sadr eftir vopnahléi. "Við skorum á ríkisstjórnina, sem hefur lýst sig fullvalda, að stöðva árásir Bandaríkjamanna," sagði Mahmoud al-Sudani talsmaður al-Sadr. Að auki var óskað eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna við að binda endi á bardagana. Najaf hafði verið nokkuð friðsæl um tveggja mánaða skeið þegar bardagarnir brutust út í fyrradag. Hart var barist í borginni frá apríl fram í júní. Þá eins og nú áttust við sveitir al-Sadr og bandarískar hersveitir. Þeim bardögum lauk með vopnahléi en spennan í samskiptum Bandaríkjamanna og al-Sadr og stuðningsmanna hans hefur magnast mjög að undanförnu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira