Oscar á leið til Kína fyrir morðfjár Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2016 16:28 Oscar fær væntanlega smá í vasann fyrir að spila í Kína. vísir/getty Brasilíski fótboltamaðurinn Oscar, sem leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, er á leið til kínverska úrvalsdeildarliðsins Shanghai SIPG fyrir 52 milljónr punda eða því sem nemur 7,3 milljörðum króna. Frá þessu greinir Daily Mail. Oscar, sem er 25 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður, kom til Chelsea frá Internacional í heimalandinu árið 2012. Hann hefur síðan þá spilað 203 leiki, skorað 38 mörk og lagt upp önnur 37. Brassinn hefur verið einn af lykilmönnum Chelsea undanfarin ár en á síðustu leiktíð spilaði hann 27 leiki Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, sjö í Meistaradeildinni og fjóra í bikarnum. Tækifærunum hefur farið fækkandi á þessu tímabili. Hann var í byrjunarliði Chelsea undir stjórn Antonio Conte til að byrja með á leiktíðinni. Oscar byrjaði fyrstu fimm leikina í ensku úrvalsdeildinni en eftir 2-1 tap gegn Liverpool í fimmtu umferð hefur hann ekki byrjað leik. Oscar hefur síðan þá aðeins komið við sögu í fjórum af tíu leikjum Chelsea og ekki spilað í heildina nema 36 mínútur af síðustu 900 í deildinni. Brassinn virðist ætla að vera næsta stjarna sem kínverska úrvalsdeildarfélag kaupir fyrir morðfjár en þangað hafa farið leikmenn á borð við Jackson Martínez, Ezequiel Lavezzi, Ramires og Alex Teixeira á undanförnum mánuðum. Oscar mun hitta aðra slíka stjörnu, samlanda sinn Hulk, hjá Sjanghæ-liðinu en hann var keyptur þangað á svipaða upphæð í sumar. Hulk fær greiddar 20 milljónir evra árlega fyrir störf sín í Kína. Liðið þjálfar Portúgalinn André Villas-Boas sem áður stýrði Porto, Chelsea, Tottenham og Zenit frá Pétursborg. Shanghai SHIP hafnaði í þriðja sæti kínversku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Brasilíski fótboltamaðurinn Oscar, sem leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, er á leið til kínverska úrvalsdeildarliðsins Shanghai SIPG fyrir 52 milljónr punda eða því sem nemur 7,3 milljörðum króna. Frá þessu greinir Daily Mail. Oscar, sem er 25 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður, kom til Chelsea frá Internacional í heimalandinu árið 2012. Hann hefur síðan þá spilað 203 leiki, skorað 38 mörk og lagt upp önnur 37. Brassinn hefur verið einn af lykilmönnum Chelsea undanfarin ár en á síðustu leiktíð spilaði hann 27 leiki Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, sjö í Meistaradeildinni og fjóra í bikarnum. Tækifærunum hefur farið fækkandi á þessu tímabili. Hann var í byrjunarliði Chelsea undir stjórn Antonio Conte til að byrja með á leiktíðinni. Oscar byrjaði fyrstu fimm leikina í ensku úrvalsdeildinni en eftir 2-1 tap gegn Liverpool í fimmtu umferð hefur hann ekki byrjað leik. Oscar hefur síðan þá aðeins komið við sögu í fjórum af tíu leikjum Chelsea og ekki spilað í heildina nema 36 mínútur af síðustu 900 í deildinni. Brassinn virðist ætla að vera næsta stjarna sem kínverska úrvalsdeildarfélag kaupir fyrir morðfjár en þangað hafa farið leikmenn á borð við Jackson Martínez, Ezequiel Lavezzi, Ramires og Alex Teixeira á undanförnum mánuðum. Oscar mun hitta aðra slíka stjörnu, samlanda sinn Hulk, hjá Sjanghæ-liðinu en hann var keyptur þangað á svipaða upphæð í sumar. Hulk fær greiddar 20 milljónir evra árlega fyrir störf sín í Kína. Liðið þjálfar Portúgalinn André Villas-Boas sem áður stýrði Porto, Chelsea, Tottenham og Zenit frá Pétursborg. Shanghai SHIP hafnaði í þriðja sæti kínversku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira