Ítalski boltinn

Fréttamynd

„Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“

Lautaro Martínez lét liðsfélaga sinn hjá Inter, Hakan Calhanoglu, heyra það eftir að liðið datt úr leik á heimsmeistaramóti félagsliða í gær. Calhanoglu tók ekki þátt í leiknum, sem hann segir vera vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Karó­lína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er stödd með íslenska landsliðinu á EM í Sviss en virðist á sama tíma vera að ganga frá samningi við ítalska stórliðið Inter. Fréttamenn þar í landi slá því föstu að Karólína kvitti undir samning á allra næstu dögum.

Fótbolti
Fréttamynd

Bonny til Inter

Inter Milan og Parma hafa náð samkomulagi um sölu á franska framherjanum Ange-Yoan Bonny til Inter en hann var markahæsti leikmaður Parma á nýliðnu tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna

„Ég er ótrúlega ánægður með það sem ég hef gert og ef ég tek þá ákvörðun að hætta þá væri ég sáttur. Það styttist í að ég ákveði mig,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta frá upphafi. Hann liggur undir feldi eftir stormasama lokadaga hjá félagi hans Brescia á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ná sam­komu­lagi um kaup á Alberti

Ítalskir fjölmiðlar greina nú frá því að ítalska úrvalsdeildarfélagið Fiorentina hafi náð munnlegu samkomulagi við Genoa um kaup á íslenska landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni.

Fótbolti
Fréttamynd

Fiorentina muni ekki kaupa Albert en önnur ítölsk lið á­huga­söm

Fiorentina ætlar ekki að festa kaup á íslenska landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni þrátt fyrir að hafa þegar greitt góða upphæð fyrir að fá leikmanninn að láni á núliðnu tímabili. Albert er samningsbundinn Genoa en þrjú önnur lið í ítölsku úrvalsdeildinni hafa sýnt honum áhuga.

Fótbolti
Fréttamynd

City stað­festir kaupin á Reijnders

Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða.

Enski boltinn
Fréttamynd

Chivu tekur við Inter

Cristian Chivu hefur tekið við störfum sem þjálfari Inter í ítölsku úrvalsdeildinni og gert samning til ársins 2027. Hann er fyrrum leikmaður félagsins og hefur starfað þar sem þjálfari unglingaliða en er með litla reynslu sem aðalþjálfari.

Fótbolti
Fréttamynd

Fé­lagið hans Birkis Bjarna gjald­þrota

Fornfrægt ítalskt fótboltafélag er farið á hausinn eftir 114 tímabil í ítalska boltanum. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, lék með liðinu undanfarin tvö ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert gaf orð­rómi um Everton undir fótinn

Óvíst er hvað tekur við hjá landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni í sumar nú þegar lánstíma hans hjá Fiorentina á Ítalíu er lokið. Hann talar fallega um enska boltann í viðtali við breska miðilinn The i paper, í aðdraganda vináttulandsleiksins við Skotland í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter búið að hafa sam­band við Fabregas

Inter er í leit að nýjum þjálfara eftir að Simone Inzaghi lét af störfum og félagið hefur nú haft samband við Spánverjann Cesc Fabregas, þjálfara Como á Ítalíu. Hann er sagður efstur á óskalistanum en aðrir koma til greina.

Fótbolti
Fréttamynd

Gamla brýnið Allegri tekur við AC Milan

AC Milan olli miklum vonbrigðum á nýafstöðnu tímabili. Liðið endaði í 8. sæti Serie A, efstu deildar Ítalíu. Ofan á það tapaði liðið fyrir Bologna í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar og féll úr leik gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Því hefur verið ákveðið að sækja nýjan mann i brúnna.

Fótbolti