Ítalski boltinn

Sjáðu mark Alberts sem hóf magnaða endurkomu Genoa gegn Juventus
Innkoma Alberts Guðmundssonar í leik Genoa og Juventus í kvöld gæti verið neistinn sem heimamenn þurftu til að halda sæti sínu í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni.

Þórir Jóhann kom inn af bekknum er Lecce vann deildina | Hjörtur í umspil
Lokaumferð B-deildarinnar í fótbolta á Ítalíu fór fram í kvöld. Þórir Jóhann Helgason og liðsfélagar í Lecce unnu sinn leik og þar með deildina. Hjörtur Hermannsson og félagar í PIsa enduðu í 3. sæti og eru því komnir í undanúrslit umspilsins.

Inter á toppinn eftir magnaða endurkomu
Ítalíumeistarar Inter lentu 0-2 undir gegn Empoli á heimavelli í kvöld en unnu á endanum 4-2 sigur sem þýðir að liðið er tímabundið komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Íslendingalið Venezia svo gott sem fallið eftir enn eitt tapið
Venezia tapaði 2-1 fyrir Salernitana í sannkölluðum sex stiga leik í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Þó Feneyjaliðið eigi enn tölfræðilega möguleika á að halda sér uppi þá stefnir allt í að liðið spili í B-deildinni á næstu leiktíð.

Rekinn og um leið öruggur um laun næstu tvö ár
Walter Mazzarri hefur verið rekinn úr starfi þjálfara ítalska knattspyrnufélagsins Cagliari. Þessi sextugi þjálfari, sem á sínum tíma var orðaður við Liverpool, var með óvenjulega klásúlu í samningi sínum.

Inter heldur titilvonum sínum á lífi en Roma missti af Meistaradeildarsæti
Ítalíumeistarar Inter eru enn í baráttunni um ítalska deildarmeistaratitilinn eftir 2-1 útisigur gegn Udinese í kvöld, en markalaust jafntefli Roma gegn Bologna þýðir að Rómverjar eiga ekki lengur möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Leão hetja toppliðsins
Rafael Leão skoraði eina mark leiksins er AC Milan vann 1-0 sigur á Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Bonucci hetja Juventus og Meistaradeildarsæti svo gott sem í höfn
Leonardo Bonucci reyndist hetja Juventus er liðið tók á móti botnliði Venezia í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Varnarmaðurinn skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri.

Albert og félagar nálgast fall eftir dramatískt tap
Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa máttu þola 1-0 tap gegn Sampdoria í grannaslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Tapið þýðir að Genoa þarf í það minnsta þrjú stig úr seinustu þrem leikjunum til að halda sæti sínu í deildinni.

Gríðarlega svekkjandi tap hjá Þóri Jóhanni og félögum
Lið Íslendinganna í Serie B, ítölsku B-deildinni í fótbolta, áttu ekki sinn besta dag. Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce töpuðu 2-1 þar sem mótherjinn skoraði tvívegis í uppbótartíma. Þá gerðu Hjörtur Hermannsson og félagar í Pisa jafntefli.

Zlatan heimsótti Mino Raiola á sjúkrahúsið
Umboðsmaðurinn frægi og umdeildi Mino Raiola var sagður látinn á mörgum fréttamiðlum í gær en lét svo sjálfur heiminn vita af því á Twitter að hann væri enn á lífi.

Inter býður AC Milan upp á meistaratitilinn
Inter var sjálfum sér verst í kvöld er þeir töpuðu mjög óvænt á móti Bologna á útivelli, 2-1. Tapið heggur skarð í titilvonir liðsins.

Ráku þjálfarann sem fékk Arnór en vildi ekki nýta hann
Ítalska knattspyrnufélagið Venezia rak í dag þjálfarann Paolo Zanetti eftir átta tapleiki í röð. Hann skilur við liðið á botni A-deildarinnar þegar fimm leikir eru eftir.

Moise Kean hetja Juventus
Ítalska stórveldið Juventus vann nauman 2-1 útisigur á Sassuolo í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Þórir á toppnum með Lecce og efsta deild í sjónmáli
Líkurnar aukast enn á því að landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce leiki í efstu deild Ítalíu á næstu leiktíð en þeir eru á toppi B-deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Dramatískur endurkomusigur AC Milan gegn Lazio
AC Milan tyllti sér á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með herkjum þegar þeir sóttu þrjú stig til Rómarborgar í kvöld þar sem þeir heimsóttu Lazio.

Albert og félagar unnu lífsnauðsynlegan sigur
Albert Guðmundsson og félagar í Genoa eygja þess enn von að halda sæti sínu í ítölsku úrvalsdeildinni eftir nauman sigur í dag.

Lærisveinar Mourinho steinlágu í Mílanó
Rómverjar sóttu ekki gull í greipar Inter manna þegar AS Roma heimsótti Mílanóborg í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Superman-búningur Buffons kostaði Parma tvær milljónir
Ítalska knattspyrnufélagið Parma neyddist til að greiða bandaríska kvikmyndafyrirtækinu Warner Bros 15.000 evrur, jafnvirði 2 milljóna króna, fyrir að nota Superman-merkið í leyfisleysi.

Titilvonir Napoli dvína eftir jafntefli gegn Roma
Napoli og Roma áttust við í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Stephan El Shaarawy reyndist hetja Rómverja þegar hann tryggði liðinu 1-1 jafntefli í uppbótartíma.