Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að friðaráætlun sem kynnt var fyrir ráðamönnum í Úkraínu á dögunum, gæti verið grunnur að friðarsamkomulagi milli Rússlands og Úkraínu. Á fundi þjóðaröryggisráðs Rússlands í gærkvöldi hótaði Pútín að leggja undir sig enn meira landsvæði í Úkraínu, verði áætlunin ekki samþykkt. Erlent 22.11.2025 08:32
„Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Við vorum sammála um miklu meira en ég hafði hugsað mér,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi með Zohran Mamdani, tilvonandi borgarstjóra New York, í Hvíta húsinu í kvöld. Fundurinn var óvenjuvinalegur miðað við orðaskak tvímenninga síðustu misseri. Trump leyfði Mamdani að kalla sig fasista. Erlent 21.11.2025 23:31
„Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Erlent 21.11.2025 15:52
Trump staðfestir Epstein-lögin Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í nótt undir frumvarp sem kveður á um að stjórnvöld geri öll skjöl varðandi kynferðisglæpamanninn Jeffrey Epstein opinber og aðgengileg almenningi. Erlent 20. nóvember 2025 07:22
Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Hvorki íslensk lög né alþjóðasamningar sem Ísland á aðild að veita yfirvöldum hér heimild til þess að granda skipum á hafsvæðinu við landið eingöngu vegna gruns um fíkniefnasmygl. Bandaríkjastjórn hefur sprengt upp fjölda báta og drepið tugi manna í árásum á meinta smyglbáta að undanförnu. Innlent 20. nóvember 2025 07:01
Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Starfsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að snúa vörn í sókn eftir að forsetanum og hans fólki virðist hafa mistekist að koma í veg fyrir birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Demókrötum verði refsað fyrir að þvinga Repúblikana. Erlent 19. nóvember 2025 16:44
Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. Erlent 19. nóvember 2025 13:30
Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Cristiano Ronaldo var meðal gesta í Hvíta húsinu í gær þegar hann mætti í veglegan veislukvöldverð til Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fótbolti 19. nóvember 2025 11:31
Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi þegar hann tók á móti Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, í Hvíta húsinu í gær. Erlent 19. nóvember 2025 06:31
Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld frumvarp um að birta Epstein-skjölin eftir að allir þingmenn nema einn í fulltrúadeild samþykktu birtingu skjalanna. Enginn mótmæli í öldungadeild og fer frumvarpið nú til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til undirritunar. Erlent 18. nóvember 2025 22:59
Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Bandarískur embættismaður á snærum Hvíta hússins reyndi að hafa áhrif á rannsókn á Andrew Tate, sem sakaður er um mansal í þremur löndum, fyrr á þessu ári. Skammaði hann fulltrúa heimavarnarráðuneytis og skipaði þá að skila snjalltækjum Tate sem landamæraverðir lögðu hald á. Erlent 18. nóvember 2025 14:19
Ronaldo hittir Trump í dag Cristiano Ronaldo hefur óskað eftir því að hitta Donald Trump og í dag verður honum að þessari ósk sinni. Fótbolti 18. nóvember 2025 14:00
Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram næsta sumar í Bandaríkjunum og það bættust við þátttökuþjóðir á hverjum degi í þessum landsliðsglugga. Margir hafa aftur á móti áhyggjur af vandræðum innflytjenda í Bandaríkjunum en forseti FIFA reyndi að létta eitthvað af þeim áhyggjum eftir fund með Bandaríkjaforseta. Fótbolti 18. nóvember 2025 06:30
Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. Erlent 17. nóvember 2025 06:37
Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Marjorie Taylor Greene, sem var lengi einn helsti bandamaður og stuðningsmaður Donald Trump og MAGA-hreyfingarinnar, sagði í gær að einkarekið öryggisfyrirtæki hefði haft samband við sig „með viðvörunum um öryggi hennar“ eftir að Trump tilkynnti á föstudag að hann drægi til baka stuðning sinn við þingkonuna frá Georgíu. Erlent 16. nóvember 2025 08:14
Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. Erlent 15. nóvember 2025 10:35
Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað tilskipun um að ýmsar matvörur, þar á meðal kaffi, bananar og nautakjöt, verði undanskildar víðtækum tollum hans. Viðskipti erlent 15. nóvember 2025 08:02
Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Erlent 14. nóvember 2025 22:25
Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sautján ára stúlka sem bjó að hluta til í skýli fyrir heimilislausa í Flórída og vann á McDonalds endaði á því að spila stóra rullu í falli fyrrverandi þingmannsins Matt Gaetz, sem Donald Trump, forseti, tilnefndi í embætti dómsmálaráðherra. Gaetz var sakaður um að hafa haft mök við stúlkuna og var til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneytinu. Erlent 14. nóvember 2025 14:26
Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Kai Trump var í miklum vandræðum á fyrsta hringnum sínum á Annika-mótinu og endaði daginn í síðasta sætinu. Golf 14. nóvember 2025 11:02
Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Þungvopnaðir útsendarar Landamæragæslu Bandaríkjanna og Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) sigu úr herþyrlu á þak fjölbýlishúss í Chicago. Hús þetta átti að vera fullt af alræmdum glæpamönnum úr genginu Tren de Aragua frá Venesúela og voru íbúar dregnir út úr rúmum sínum, handjárnaðir og fluttir út á götu fyrir framan sjónvarpsfréttafólk sem hafði verið boðið að fylgjast með áhlaupinu. Erlent 14. nóvember 2025 10:02
Vilja ekki feita innflytjendur Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað starfsmönnum sendiráða ríkisins að taka tillit til holdafars fólks sem sækir um vegabréfsáritun til að búa í Bandaríkjunum. Einnig á að taka tillit til þess hvort fólk sé með sykursýki eða aðra heilsukvilla og nota þá til að hafna umsóknum fólks. Erlent 14. nóvember 2025 08:44
BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Breska ríkisútvarpið hefur nú beðið Donald Trump Bandaríkjaforseta formlega afsökunar á því að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum úr ræðu hans þann 6. janúar 2021 í fréttaskýringaþættinum Panorama með þeim afleiðingum að á forsetanum mátti skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna með beinum hætti. Erlent 14. nóvember 2025 07:35
„Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. Erlent 13. nóvember 2025 11:03