Donald Trump

Fréttamynd

Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið

Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ.

Erlent
Fréttamynd

Óháðir eftirlitsmenn í sigtinu hjá Trump

Innri endurskoðandi sem átti að hafa eftirlit með hvernig bandaríska alríkisstjórnin ver billjóna dollara björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins varð í gær annar óháði eftirlitsaðilinn sem Donald Trump forseti rekur á einni viku. Forsetinn ýjaði að því að þriðji innri endurskoðandinn léti stjórnast af „pólitík“

Erlent
Fréttamynd

Segja ríkjunum að bjarga sér en leggja hald á neyðarbúnað þeirra

Þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt að hvert ríki fyrir sig og sjúkrahús þurfi að verða sér sjálf út um eigin hlífðarbúnað og aðrar nauðsynlegar birgðir, hefur alríkisstjórn Trump verið að leggja hald á fjölda birgðasendinga til ríkja og sjúkrahúsa.

Erlent
Fréttamynd

Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni

Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans.

Erlent
Fréttamynd

Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot.

Erlent
Fréttamynd

Trump hættur við að setja New York í sóttkví

Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“

Erlent
Fréttamynd

Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla

Donald Trump Bandaríkjaforseti og borgarstjórinn í New York eru komnir í hár saman yfir því hversu mikil þörf sé fyrir öndunarvélar í fylkinu. Forsetinn sagðist í sjónvarpsviðtali í gær ekki trúa því að þörfin væri jafn mikil og haldið væri fram. Bill de Blasio borgarstjóri New York sagði í dag að forsetinn þyrfti að horfast í augu við staðreyndir. 

Erlent
Fréttamynd

Ná sam­komu­lagi um björgunar­pakka

Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

New York kallar eftir hjálp

Andrew Cuomo, ríkisstjóri, kallaði í kvöld eftir hjálp frá alríkinu og sagði embættismenn hafa vanmetið faraldurinn.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.