Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Utanríkisráðherrar Grænlands, Danmerkur og Bandaríkjanna, auk varaforseta Bandaríkjanna, munu funda í Washington DC í dag. Þar stendur til að ræða málefni Grænlands en Bandaríkjamenn hafa ekki verið feimnir við að segja að þær girnist Grænland. Donald Trump, forseti, hefur sagt að Bandaríkin muni eignast Grænland með góðu eða illu. Erlent 14.1.2026 11:40
Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Ráðamenn í Mið-Austurlöndum eru sagðir hafa reynt að sannfæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að gera ekki árásir gegn klerkastjórninni í Íran. Þeir vilja ekki auka á óöldina á svæðinu og segjast óttast afleiðingarnar sem fall klerkastjórnarinnar gæti haft. Erlent 14.1.2026 10:47
Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hótar breskum stjórnvöldum refsiaðgerðum ef þau grípa til aðgerða gegn samfélagsmiðlum X vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Bresk eftirlitsstofnun rannsakar hvort X hafi brotið lög með myndaframleiðslunni. Erlent 14.1.2026 10:44
Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Lars Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands funda með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun í Washington D.C og hefur J.D. Vance varaforseti einnig óskað þess að sitja fundinn. Erlent 13. janúar 2026 11:14
Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Bandaríkjaforseti hefur vopnvætt ásakanir um fjársvik til að refsa ríkjum þar sem Demókratar halda í valdtaumana, sem gjarnan eru kölluð blá ríki. Með því að halda því fram að fjárveitingar sem ætlaðar eru til styrkjamála séu misnotaðar hefur forsetinn fundið átyllu til að halda aftur af fjárveitingunum. Erlent 13. janúar 2026 10:39
Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fengið kynningar á þeim möguleikum sem Bandaríkjaher standa til boða ef hann ákveður að hlutast til um ástand mála í Íran. Erlent 13. janúar 2026 07:34
Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Donald Trump Bandaríkjaforseti mun taka á móti venesúelska stjórnarandstöðuleiðtoganum Maríu Corinu Machado í Hvíta húsinu á fimmtudaginn. Erlent 13. janúar 2026 07:19
Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Landsstjórn Grænlands sagði í yfirlýsingu nú síðdegis að grænlenska þjóðin geti með engu móti fallist á að Bandaríkin taki yfir Grænland. Grænland sé hluti af danska konungsríkinu og þannig með aðild að Atlandshafsbandalaginu sem beri að tryggja varnir landsins. Erlent 12. janúar 2026 16:58
Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Donald Trump Bandaríkjaforseti „hallast að því“ að útiloka bandaríska olíufyrirtækið ExxonMobil frá starfsemi í Venesúela. Hann greindi frá þessu í gær eftir að forstjóri fyrirtækisins lýsti yfir efasemdum um arðvænleika fjárfestinga í landinu eftir að Nicolás Maduro forseta var steypt af stóli. Erlent 12. janúar 2026 16:44
Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Bandarískir alríkissaksóknarar hafa myndað ákærudómstól sem ætlað er að rannsaka Jerome Powell, seðlabankastjóra, og mögulega ákæra hann. Rannsóknin tengist vitnisburði hans á þingfundi þar sem hann var spurður út í endurbætur á húsnæði seðlabankans. Erlent 12. janúar 2026 09:52
Trump íhugar íhlutun í Íran Bandaríkjamenn íhuga nú afskipti af ólgunni í Íran þar sem átökin á mili stjórnvalda og mótmælenda verða sífellt blóðugri. Erlent 12. janúar 2026 07:17
Danir standi á krossgötum Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir landið standa á krossgötum. Mikið sé í húfi en ef það sé raunverulega þannig að Bandaríkjamenn hyggist snúa baki við bandamönnum sínum með því að hafa í hótunum við annað Atlantshafsbandalagsríki, sé öllu lokið. Erlent 12. janúar 2026 06:36
Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur stjórnvöld í Kúbu til að semja við Bandaríkjamenn, ellegar muni Kúbverjar ekki lengur hafa aðgang að olíu og gjaldeyri frá Venesúela. Erlent 12. janúar 2026 00:09
Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Mohammad Bagher Qalibaf, forseti íranska þingsins hefur varað við því að bandarískir hermenn og Ísrael verði skotmörk ef Bandaríkin gera árás vegna mótmæla. Mótmæli gegn klerkastjórninni hafa nú staðið yfir víða í Íran í um tvær vikur. Í það minnsta 116 eru látnir og mikill fjöldi slasaður. Þúsundir hafa verið handtekin. Erlent 11. janúar 2026 09:03
Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að endurskoða 24 verkbeiðnir vegna ríkisborgara frá Venesúela sem flytja á til Venesúela. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun fylgist starfsfólk náið með stöðunni. Alls eru óafgreiddar 70 umsóknir Útlendingastofnunar um vernd frá ríkisborgurum Venesúela. Innlent 10. janúar 2026 16:41
Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Tugir eru látnir og yfir tvö þúsund hafa verið handteknir. Sérfræðingur í málefnum Írans telur möguleika á að einhverjar breytingar séu í farvatninu hvað varði stjórnarhætti landsins. Erlent 10. janúar 2026 10:52
Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hitta Maríu Corina Machado, leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Venesúela. Þá segir Trump að það yrði mikill heiður fyrir hann ef hún ákvæði að afhenda honum friðarverðlaun Nóbels, sem hún vann í fyrra. Erlent 9. janúar 2026 15:13
Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Eldur Ólafsson, forstjóri námafyrirtækisins Amaroq á Grænlandi, segir stjórnvöld í Bandaríkjunum íhuga fjárfestingu í starfsemi félagsins. Í fyrstu viðskiptum í morgun hækkaði gengi félagsins um 10,7 prósent. Á mörkuðum erlendis hækkaði gengið um 19 prósent í gær. Viðskipti innlent 9. janúar 2026 10:10
Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í gær tvo í bíl fyrir utan sjúkrahús í Portland. Það var degi eftir að kona var skotin til bana í Minneapolis en eins og þar leiddi skothríðin í Portland til nokkuð umfangsmikilla mótmæla í borginni í nótt. Erlent 9. janúar 2026 09:13
Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Donald Trump Bandaríkjaforseti segir afar mikilvægt að Bandaríkin „eignist“ Grænland og að leigusamningar og sáttmálar séu ekki nóg. Erlent 9. janúar 2026 07:03
Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Ég ætlaði að byrja árið á jákvæðu nótunum. Staðreyndin er hins vegar sú að það borgar mér enginn laun fyrir að breiða út gleði. Eitt er það sem ég þoli verr við janúar en veðrið og Vísa-reikninginn. Ég hef skömm á öllum dálksentímetrum dagblaðanna sem fara undir völvu ársins. Lífið 9. janúar 2026 07:02
Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir ekki koma til greina að útsendarar hennar fari frá Minneapolis, eftir að starfsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) skaut 37 ára gamla konu til bana í gær. Erlent 8. janúar 2026 14:30
Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins Í Bandaríkjunum, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann hefði fengið Donald Trump, forseta, til að veita frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gagnvart Rússum blessun sína. Frumvarpið, sem nýtur stuðnings þingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjanna, var samið fyrir mörgum mánuðum síðan en aldrei lagt fyrir þing vegna andstöðu Trumps. Erlent 8. janúar 2026 13:29
Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Víða í Íran kom til átaka milli mótmælenda og öryggissveita klerkastjórnarinnar. Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í landinu undanfarnar tæpar tvær vikur en útlit er fyrir að tíðni átaka sé að aukast. Erlent 8. janúar 2026 11:42