Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á mat­seðlinum“

Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, lýsti breyttri heimsskipan og biðlaði til ríkja, annarra en stórvelda, að taka þátt í að veita stórveldapólitík mótvægi og taka þátt í mótun nýs heimsskipulags. Hann varar við því að heimurinn sé staddur í miðjum umbrotum þar sem stórveldi hafi vopnavætt viðskipti og tolla og misnoti efnahagslega innviði sem kúgunartæki. Minni og meðalstór ríki þurfi að sýna mótvægi við stórveldapólitík og boða breytta heimsskipan sem byggi á öðrum gildum.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps

Margir af þjóðarleiðtogum heims eru staddir í Davos í Sviss á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Mikil umræða átti sér stað þar í gær um stöðuna í heimsmálum, hótanir Bandaríkjamanna í garð Grænlands, stríðsrekstur Rússa í Úkraínu og breytta ásýnd heimsins.

Erlent
Fréttamynd

Vél Trump snúið við en ræðan enn á dag­skrá

Flugvél forseta Bandaríkjanna, Air Force One, var snúið við skömmu eftir flugtak í nótt eftir „lítilsháttar rafmagnsbilun“. Vélin var á leið til Davos í Sviss með Donald Trump innanborðs en hann skipti um vél skömmu eftir lendingu og engar fregnir hafa borist af því að töfin muni hafa áhrif á dagskrá World Economic Forum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasa­ströndina

Bandaríkjaforseti hefur boðið Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sæti í svonefndu „friðarráði“ sínu um uppbyggingu Gasastrandarinnar. Ekki er ljóst hvort að sömu kröfur verði gerðar til Pútín og til annarra leiðtoga sem eru sagðir hafa fengið slíkt boð.

Erlent
Fréttamynd

Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn

Bandaríkjaforseti segist ekki lengur telja sig skyldugan til að hugsa aðeins um frið í heiminum eftir að hann hlaut ekki friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Þetta skrifar hann í bréfi til forsætisráðherra Noregs þar sem hann ítrekar hótanir vegna Grænlands.

Erlent
Fréttamynd

Danir mátt­lausir gagn­vart rúss­nesku ógninni í 20 ár

Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um Grænland á samfélagsmiðli sínum Truth Social í morgun, eftir óvenjulanga þögn. Evrópuleiðtogar réðu ráðum sínum í gær og munu funda áfram í vikunni um viðbrögð við hótunum Trump um viðbótartolla á átta Evrópuríki.

Erlent
Fréttamynd

Boðar leiðtogaráðið á auka­fund vegna hótana Trumps

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins hefur ákveðið að kalla saman ráðið vegna hótana Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er varða innlimun Grænlands. Trump boðaði í gær tolla á átta NATO-ríki sem höfðu sent hermenn til landsins.

Erlent
Fréttamynd

Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“

Talsmaður Keirs Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir að forsætisráðherrann hafi talað við Donald Trump Bandaríkjaforseta í síma í dag. Ráðherran hafi sagt að það væri „rangt“ að leggja tolla á bandamenn sína fyrir það eitt að reyna að tryggja öryggi á norðurslóðum.

Erlent
Fréttamynd

Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“

Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, segist hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna „öryggisástandsins“ á Grænlandi. Rutte segist hlakka til að sjá Trump á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsstofnunarinnar (World Economic Forum) sem hefst á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Sam­bandið aldrei verra: Ís­land gæti bæst á listann

Sendiherrar Evrópusambandsins koma saman á neyðarfundi seinna í dag vegna Grænlandstolla Bandaríkjaforseta. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir samband Bandaríkjanna og Evrópu aldrei hafa verið verra. Hún útilokar ekki að Ísland bætist á lista forsetans. 

Innlent
Fréttamynd

Nóbelsnefndin af­dráttar­laus varðandi fram­sal verð­launa­peninga

Nóbelsnefnd friðarverðlaunanna hefur gefið út yfirlýsingu vegna framsals Maríu Corinu Machado verðlaunahafa á medalíu sinni til Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Yfirlýsingin er stutt og afdráttarlaus og segir nefndin að verðlaunin séu verðlaunahafans eins, burtséð frá því hvar peningurinn sé niðurkominn.

Erlent
Fréttamynd

Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Banda­ríkjunum

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallar eftir því að Evrópusambandið beiti „ofurvopni“ sínu gegn Bandaríkjunum vegna aðgerða Donalds Trump varðandi Grænland. Utanríkisráðherra Danmerkur segir erfitt að átta sig á Bandaríkjamönnum og forsætisráherra Ítalíu segir Bandaríkjamenn ekki skilja Evrópumenn.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð her­manna í við­bragðs­stöðu vegna Minnesota

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 1.500 fallhlífarhermenn í viðbragðsstöðu vegna mögulegra aðgerða í Minnesota. Það er ef Donald Trump, forseti, stendur við hótun sína um að beita gömlum uppreisnarlögum til að siga hernum á mótmælendur í ríkinu en þar hafa umfangsmikil mótmæli gegn starfsemi Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) átt sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Myndir: Þúsundir mót­mæltu á Græn­landi

Íbúar Nuuk létu rigningu ekki stöðva sig í gær og mótmæltu í þúsundatali. Mótmæli voru einnig haldin í smærri byggðum landsins stóra, þar sem fólk stóð saman gegn hótunum ráðamanna í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Segir þúsundir hafa dáið á grimmi­legan máta

Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, viðurkenndi í fyrsta sinn í ræðu sem hann hélt í gær að þúsundir hefðu látið lífið í mótmælum í Íran á undanförnum vikum. Sumir hefðu dáið á „ómennskan og grimmilegan“ máta. Hann kenndi þó Bandaríkjunum og Ísrael um allt saman.

Erlent
Fréttamynd

Setur „stærsta samning í sögunni“ í upp­nám

Verslunarsamningur Bandaríkjanna og Evrópusambandsins frá því í fyrra er í uppnámi þar sem meirihluti á Evrópuþingi vill ekki lengur staðfesta samkomulagið í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði átta Evrópulöndum með tollum í tengslum við Grænland.

Erlent
Fréttamynd

Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“

Forsætisráðherra Bretlands segist munu ræða við Bandaríkjastjórn um fyrirhugaða Grænlandstolla. Leiðtogar Evrópu stilla nú saman strengi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði tolla gegn átta NATO-ríkjum vegna þess að þau sendu mannskap til Grænlands í hernaðaræfingu. 

Erlent
Fréttamynd

Ís­land standi með Græn­landi og Dan­mörku

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað tolla á lönd sem styðja Grænland. Hún segist ekki trúa því að tollastríð „færi okkur nær lausn í þessu máli“ en Trump vill leggja undir sig landið.

Innlent
Fréttamynd

Ekki úti­lokað að Ís­land sæti Grænlandstollum

Ekki er útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi toll á Ísland, að mati stjórnmálafræðings, rétt eins og forsetinn hyggst gera við fjölda Evrópuríkja vegna stuðnings þeirra við Grænland. Stjórnmálafræðingurinn segir að aðferðir Trumps séu komnar á svo alvarlegt stig að Evrópulönd geti ekki lengur útilokað innrás Bandaríkjamanna í Grænland.

Erlent
Fréttamynd

Þyrfti lík­lega að leggja toll á allt Evrópu­sam­bandið

Donald Trump Bandaríkjaforseti á ekki að geta lagt sérstaka tolla á Danmörku án þess að leggja tolla á öll Evrópusambandsríkin enda eru þau í tollabandalagi. Forsetinn hótar nú vinalöndum Grænlands með tolli, í von um að það auðveldi Bandaríkjamönnum að leggja landið undir sig.

Erlent