Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Þegar „viljugu þjóðirnar,“ þar á meðal Ísland, studdu innrás Bandaríkjanna í Írak, var hrundið af stað hörmungum sem enn sér ekki fyrir endann á. Skoðun 16.9.2025 18:02
Slökkvum ekki Ljósið Í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur stendur til að skerða stuðning til mikilvægra sjálfseignarstofnanna um hálfan milljarð króna. Þar er ráðist harðast að Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinist með krabbamein, en skera á niður stuðning til Ljóssins um 200 milljónir króna. Kaldar kveðjur inn í bleikan október. Skoðun 16.9.2025 15:32
Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Það er margt sem við getum verið stolt af í Reykjavík. Við höfum einstaka náttúru allt í kringum okkur, hreint loft, nálægð við hafið og sterkt samfélag. En við megum ekki gleyma því að borgin okkar er mjög dreifð og því eru góðar samgöngur grundvöllur góðs lífs borgarbúa. Skoðun 16.9.2025 15:00
Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Frekja og yfirgangur bílastæðafyrirtækja í garð almennings, ekki síst fatlaðra, hefur náð nýjum hæðum. Hreyfihamlaðir einstaklingar geta sótt um sérstakt stæðiskort, sem á að koma fyrir í framrúðu þess ökutækis sem lagt er í stæði. Samkvæmt reglugerð um útgáfu og notkun slíkra skírteina má ekki rukka hreyfihamlaða fyrir bílastæði, jafnvel þótt um hefðbundin stæði sé að ræða. Skoðun 16.9.2025 10:31
Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Ég þreytist seint á að vekja fólk til umhugsunar um mestu auðlindir þjóðarinnar. Það er hreint með ólíkindum að ráðamenn hafi látið ábyrgðarlaus og eftirlitslausa stofnun um að segja þjóðinni hvernig okkar sjávarauðlindir eru best nýttar. Skoðun 16.9.2025 10:02
Hver hagnast á hatrinu? Á meðan við festum okkur í hatrömmum átökum hægri-vinstri stjórnmála, safnar ný stétt valdhafa hljóðlega að sér fordæmalausum völdum. Þeir beita gamalli en áhrifaríkri aðferð: beina athygli okkar að átökum sem skipta þá engu máli til að fela það sem raunverulega skiptir máli. Skoðun 16.9.2025 09:30
Öfgamaður deyr Fregnir af hinu hryllilega morði á Charlie Kirk hafa breiðst út eins og eldur í sinu um heimsbyggðina; virðist sem annar hver maður hafi nú þegar stigið inn á jarðsprengjusvæðið sem umræðan um það hefur orðið. Margir hafa réttilega fordæmt þá aðila sem hafa fagnað morðinu. Skoðun 16.9.2025 08:31
Að taka til í orkumálum Það efast engin um að við mannkynið verðum að hætta sem allra fyrst að nota jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað endurnýjanlega orkugjafa eins og vatnsafl, jarðvarma, vind- og sólarorku. Við hér á Íslandi getum verið þakklát fyrir að 99,9% raforkuframleiðslu hérlendis er endurnýjanleg orka. Skoðun 16.9.2025 08:02
Börn sem skilja ekki kennarann Á undanförnum árum hefur orðið gríðarleg fjölgun á börnum og ungmennum á Íslandi sem hefja skólagöngu með engan grunn eða þekkingu á íslensku tungumáli. Þrátt fyrir góða viðleitni hefur menntakerfið ekki náð að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til náms. Það á bæði við um þau sem flytja til landsins og þau sem fyrir eru. Skoðun 16.9.2025 07:32
Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Á haustdögum hefst annasamt tímabil hjá evrópskum stjórnmálamönnum þar sem áhersla verður lögð á að efla samkeppnishæfni og viðnámsþrótt í orkumálum. Hins vegar eru þessi markmið í uppnámi vegna skorts á iðnmenntuðu starfsfólki, einkum í rafiðnaði. Skoðun 16.9.2025 07:02
Siglt gegn þjóðarmorði Hinn 23 ára, bandaríski friðarsinni, Rachel Corrie frá Gaza, skrifaði árið 2003 til móður sinnar: „Ég er vitni að þjóðarmorði, þeirri grimmd sem engan enda ætlar að taka, og ég er mjög hrædd... Þetta verður að enda. Ég held að það sé góð hugmynd að við hættum öllu sem við erum að gera og helgum líf okkar því að stöðva þetta. Ég tel það ekki lengur vera öfgafulla afstöðu.” Skoðun 15.9.2025 15:00
Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Sársauki er ekki hverful tilfinning heldur vera sem býr innra með þér. Hún hefur vígtennur og fingur, þrýstir á hjartað, þyngir bringuna og andardrátturinn hikar eins og loftið sé ótryggt. Það er augnablik, bara eitt augnablik, þegar allir innri veggirnir sem við höfum reynt að byggja, molna og við náum því sem kalla má þröskuld sársaukans. Skoðun 15.9.2025 14:03
30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Við stöndum á tímamótum í samskiptum okkar við náttúruna. Alþjóðlega markmiðið „30 by 30“ snýst um að vernda 30% af landi og hafi jarðarinnar fyrir árið 2030. Þetta er nauðsynleg viðbragðsaðgerð til að stemma stigu við hnignun fjölbreytileika lífríkisins. Skoðun 15.9.2025 13:30
Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Nú þegar Alþingi kemur saman að hausti er ljóst að það er verk að vinna. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnar hafa verið stigin stór og mikilvæg skref í málefnum samfélagsins. Má þar nefna réttlætið í því að þjóðin njóti sanngjarnari hlut af nýtingu auðlinda sem eru í eigu þjóðarinnar. Þetta skref var mikilvægt. Skoðun 15.9.2025 13:00
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Eitt af meginmarkmiðum skólastarfs í Garðabæ er að tryggja öllum nemendum góðan undirbúning fyrir frekara nám og þátttöku í samfélaginu. Í Garðabæ er starfrækt öflugt og fjölbreytt skólakerfi þar sem foreldrum er boðið upp á valmöguleika milli skóla, sem hver um sig hefur sín sérkenni. Skoðun 15.9.2025 12:30
Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Landspítali gefur út fréttabréf sem nefnist Spítalapúlsinn. Í nýjasta tölublaði þess er staðfest það sem við í Sjúkraliðafélagi Íslands höfum árum saman bent á. Heilbrigðiskerfið býr við kerfislægan skort á sjúkraliðum. Skoðun 15.9.2025 12:01
Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Undanfarið hefur verið mikið rætt um námsmat í grunnskólum og nýtt námsmatskerfi - Matsferil. Umræðan hefur þó að mestu farið fram á vettvangi stjórnvalda og sveitarfélaga – en hvar eru samtölin við fagfólkið sem vinnur í skólastofunum? Hvar eru raddir kennara og skólastjóra sem þekkja starfið best? Skoðun 15.9.2025 11:32
Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Vernd í hafi, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar eru viðfangsefni sem eru órjúfanlega tengd og kalla á raunverulegt samráð þvert á samfélagið. Þetta samtal þarf að taka alvarlega og nú er leitað til þjóðarinnar. Skoðun 15.9.2025 11:14
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Hvað þýðir þetta í reynd. Hætta að rífast til að vinna. Hætta að hlusta til að svara. Byrja að hlusta til að skilja. Það felur ekki í sér að gefast upp á sannfæringu. Það þýðir að virða manneskjuna á móti og rýmið á milli. Skoðun 15.9.2025 11:02
Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Síðustu misseri hefur verið mikil umræða um menntamál á Íslandi sem ég tel vera afar jákvætt og fagna mjög. Við getum öll verið sammála um að það sé nauðsynlegt að ígrunda reglulega hvað gengur vel og hvað má betur fara í menntamálum. Skoðun 15.9.2025 10:33
Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Mér þykir brýnt að benda á alvarlegan öryggisbrest í stafrænum samskiptum fjármálafyrirtækja og lánshæfnimatsaðila, þar sem trúnaðarskilaboð sem send eru í gegnum lokaða samskiptagrunna eru sjálfvirkt afrituð og áframsend á almenn netföng einstaklinga. Skoðun 15.9.2025 10:00
„AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Sjálf heyrði ég þetta hugtak „AMOC” nýlega, og hugsaði bara, „æ nei, ekki enn ein heimsendaspáin sem ég þarf að hafa áhyggjur af...” Það er nefnilega svo á nú á tímum að hver ógnin við líf okkar hér á jörðinni drífur aðra og í allri upplýsingaóréiðunni grípum við til þeirrar sjálfsbjargarviðleitni að hunsa vandann. Skoðun 15.9.2025 10:00
Talaðu núna, talaðu! Það var eitt sinn sem ég var gestkomandi á heimili mektarhjóna á Grenivík ásamt foreldrum mínum. Ég á að hafa verið um það bil fimm ára hnokki, kotroskinn með eplakinnar. Ég man þetta óljóst en móðir mín sáluga rifjaði nokkuð reglulega upp þessa heimsókn. Skoðun 15.9.2025 09:30
Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Konan K stýrir fjárfestingasjóði. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi slíkra sjóða, meðal annars til að minnka líkur á markaðsmisnotkun, svo sem misnotkun innherjaupplýsinga. Fjármálaeftirlitið heyrir undir Seðlabankann. Æðsti yfirmaður bankans er bankastjórinn. Bankastjórinn er unnusti konunnar K. Skoðun 15.9.2025 09:02