Hægviðri og hiti að nítján stigum Yfir Íslandi er nú allmikil hæð sem heldur velli í dag og á morgun. Vindar eru því almennt hægir og skýjað á vestanverðu landinu og með Norðurströndinni í morgunsárið, en léttir síðan til. Veður 20.8.2025 07:07
Norðlæg átt og víðast hvar væta Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Líkur eru á dálítilli rigningu eða súld á norðanverðu landinu, en að styttir upp síðdegis. Veður 18.8.2025 07:10
Hlýjast suðaustantil Í dag er búist við suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu og dálítilli vætu norðan- og vestantil, samkvæmt textaspá Veðurstofunnar. Veður 17.8.2025 08:48
Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegu veðri í dag þar sem verður þungbúið og sums staðar lítilsháttar væta fyrir norðan og fremur svalt, en sunnan heiða bjart og hlýtt. Veður 13.8.2025 07:06
Úrkoma í öllum landshlutum Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægum eða breytilegum áttum í dag með úrkomu í öllum landshlutum, ýmist skúrum eða rigningu, enda sé lægð vestan við landið á leið austur yfir landið. Veður 12.8.2025 07:10
„Það er nóg eftir af sumrinu“ „Það er nóg eftir af sumrinu. Það er ekkert sem bendir til þess að hér sé að kólna. Þó það hafi komið ein frostnótt, þá er það engin vísbending um að sumarið sé að verða búið eða komið haust fyrr en venjulega. Síður en svo.“ Veður 11.8.2025 17:12
27 daga frostlausum kafla lokið Nú í morgunsárið er hægur vindur á landinu og víða bjart og fallegt veður. Það kólnaði niður fyrir frostmark á Þingvöllum í nótt, fór niður í 1,3 gráðu frost, en þetta var í fyrsta sinn sem mældist frost á landinu síðan 13. júlí. Veður 11.8.2025 07:47
Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Grunn lægð gengur til norðausturs fyrir suðaustan land í dag, áttin verður því norðlæg eða breytileg og vindur fremur hægur. Dálítil væta norðaustan- og austanlands, og samfelld rigning allra syðst, en þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Veður 10.8.2025 07:46
Viðrar vel til gleðigöngu Minnkandi lægðasvæði austur af landinu stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður því norðlæg eða norðvestlæg, víða gola eða kaldi og súld eða rigning með köflum á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu suðvestan- og vestantil. Veður 9.8.2025 07:19
Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu en öllu hvassara norðvestantil fram að hádegi. Veður 8.8.2025 07:02
Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, átta til þrettán metrum á sekúndu, og rigningu með köflum á norðanverðu landinu. Veður 7.8.2025 07:23
Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítið lægð suðvestur af landinu hreyfist austur á bóginn og mun úrkomusvæði hennar fara yfir sunnan- og vestanvert landið í dag. Veður 6.8.2025 07:09
Dálítil væta en fremur hlýtt Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri, suðvestlægri eða breytilegri átt á landinu í dag. Það mun smám saman þykkna upp og má reikna með dálítilli vætu sunnan- og vestanlands upp úr hádegi, en skúrir á stöku stað í öðrum landshlutum. Veður 5.8.2025 07:02
Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Í dag nálgast ört dýpkandi lægð landið úr suðvestri og mun hún stýra veðrinu næstu daga. Veðrið fer smám saman versnandi í dag með vaxandi suðaustanátt og rigningu, en það verður hins vegar að mestu bjart á norðaustanverðu landinu. Veður 1.8.2025 07:48
„Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Rigna mun töluvert á Suður- og Vesturlandi annað kvöld og geta hviður farið yfir 25 metra. Frá laugardagsmorgni batnar veðrið og á Norður- og Austurlandi verður sunnangola og mikil hlýindi. Veður 31.7.2025 18:41
Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. Veður 31.7.2025 10:43
Rok og rigning sama hvert er litið Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur áður verið fýsilegri en hún er í ár. Veðurfræðingur spáir roki og rigningu um allt land á laugardag og segir óvitlaust að gera pollagalla að inngönguskilyrði inn í Herjólfsdal. Veður 27.7.2025 19:41
Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Norðvestan 5-13 m/s og bjart veður sunnan heiða í dag, en súld eða dálítil rigning norðanlands. Lægir og styttir upp í kvöld. Hiti frá 8 stigum við norðurströndina, að 19 stigum á Suðurlandi. Veður 27.7.2025 10:15
Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Lægðardrag liggur yfir vestanvert landið og rignir dálítið úr því í dag. Vindar eru hægir framan af degi en síðan gengur í norðvestanstrekking með vesturströndinni. Skýjað með köflum austantil, skúrir eftir hádegi og jafnvel dembur seinnipartinn. Hiti allt að átján stig suðaustantil þegar best lætur. Veður 26.7.2025 08:23
Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Vestlæg eða breytileg átt verður á landinu í dag, yfirleitt 3-8 metrar á sekúndu. Léttir til Suðaustanlands en annars skýjað en úrkomulítið. Hiti verður tíu til tuttugu stig, hlýjast á austanverðu landinu. Veður 23.7.2025 07:46
Spá þoku fyrir norðan og austan Í dag verður norðaustlæg eða breytileg átt á bilinu 3-8 m/s. Rigning eða súld verður af og til á sunnanverðu landinu. Bjart verður með köflum í öðrum landshlutum, en stöku skúrir þar. Veður 18.7.2025 07:18
Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Í dag verður suðlæg eða breytileg átt og skúrir. Yfirleitt bjart austanlands, en sums staðar þoka á annesjum. Líkur eru á eldingum norðantil síðdegis. Veður 17.7.2025 07:23
Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Í fyrsta sinn í sumar náði hitinn 20 stigum í Reykjavík, en mestur var hitinn þó á Hjarðarlandi. Hitamet voru slegin víða um land og sums staðar var átta stiga munur á milli nýja metinu og því fyrra. Á morgun verður hitinn á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn. Veður 14.7.2025 18:57
Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum Landshitamet hefur ekki fallið í dag en hitamet hafa fallið á nokkrum stöðvum á landinu. Til dæmis í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hiti mældist 29,2 í dag. Hitametið var þar 28,8 gráður. Veður 14.7.2025 14:07