Veður

Fréttamynd

Kólnandi veður og víða bjart

Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkings austanátt með skúrum eða éljum suðaustan- og austanlands næstu daga, en bjart veður víða annars staðar.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gæti slegið í storm og hring­vegurinn lokaður

Alldjúp lægð við Færeyjar beinir norðlægri átt til landsins í dag sem víðast verður 10 til 18 metrar á sekúndu. Á Suðausturlandi og Austfjörðum má hins vegar búast við hvassviðri eða stormi og einnig getur slegið í storm í staðbundnum vindstrengjum á Suðurlandi og við Faxaflóa.

Veður
Fréttamynd

Út­lit fyrir hríðar­veður á austasta hluta landsins í kvöld

Nú í morgunsárið er vaxandi lægð á milli Íslands og Skotlands samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Þessi lægð beinir til okkar norðaustlægri átt og verður þannig víða fimm til þrettán metrar á sekúndu en sums staðar allhvasst við suðausturströndina. Él norðan- og austanlands, en léttskýjað um landið suðvestanvert. Frost verður líklega á bilinu nú ill til 10 stig.

Veður
Fréttamynd

Frost og hægur vindur

Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði vestur af Skotlandi beina til okkar norðaustan- og austanátt. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að þannig eigi að vera fremur hægur vindur í dag en strekkingur við suðausturströndina.

Veður
Fréttamynd

Vara við eldingum á Suð­austur­landi

Varað er við eldingum á Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi þar til klukkan 22 í kvöld en viðvörun um eldingar í gildi til hádegis. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að eldingar geti verið á stöku stað.

Veður
Fréttamynd

Gular við­varanir vegna norð­austan hríðar

Veðurstofan gerir ráð fyrir éljum á norðan- og austanverðu landinu í dag en að það verði þurrt sunnan- og suðvestantil. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna norðaustan hríðar fram á kvöld.

Veður
Fréttamynd

Á­fram kalt á landinu

Það verður áfram kalt á landinu í dag og vindáttin austlæg – gola eða kaldi – en sums staðar strekkingur við suður- og vesturströndina. Yfirleitt má reikna að verða þurrt veður vestantil, en á austanverðu landinu má búast við éljum.

Veður
Fréttamynd

Ó­venju­lega hlýr desem­ber

Desembermánuður í fyrra var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi á landinu öllu. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desember frá upphafi mælinga, en hlýrra var árið 1933 og 2002.

Veður
Fréttamynd

Á­fram kalt og lægðir sækja að landinu

Hæðarhryggur, sem hefur legið yfir landinu undanfarið, heldur enn velli þó lægðir sæki að. Gera má ráð fyrir fremur hægri norðan- og norðaustanátt og dálitlum éljum fram eftir morgni, en léttskýjuðu á Suður- og Vesturlandi.

Veður
Fréttamynd

Hægir vindar og snjó­koma norðan- og austan­til

Víðáttumikið hæðakerfi suður í hafi veldur hæðahrygg sem teygir sig yfir landið og verða almennt vindar hægir í dag en þó einhver strekkingur norðvestantil. Búast má við snjókomu eða éljum um landið norðan- og austanvert.

Veður
Fréttamynd

Þykknar upp og snjóar

Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, en 8-13 við norðvesturströndina. Þykknar víða upp og dálítil él á víð og dreif seinni partinn, en yfirleitt bjart sunnan heiða.

Veður
Fréttamynd

Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða

Búist er við tveggja til tólf stiga frosttölum í helstu byggðakjörnum landsins í dag en það gæti hlýnað með ströndinni norðan- og vestanlands í kvöld og á morgun. Við Kárahnjúka á Austurlandi er aftur á móti spáð hátt í tuttugu stiga frosti.

Veður
Fréttamynd

Ró­legt veður en kalt næstu daga

Veðrið verður frekar rólegt, en kalt næstu daga. Gera má ráð fyrir að það verði norðlæg átt, fimm til tíu metrar á sekúndu, og léttskýjað, en tíu til fimmtán metrar á sekúndu með dálitlum éljum á austanverðu landinu.

Veður
Fréttamynd

Kólnar veru­lega á fyrstu dögum ársins

Norðlægar áttir verða ríkjandi næstu daga og verða þær af og til allhvassar á austanverðu landinu með dálitlum éljum. Það verður þó yfirleitt mun hægari og bjart í öðrum landshlutum.

Veður
Fréttamynd

Gular við­varanir taka gildi

Nú með morgninum léttir til um landið vestanvert og þar á eftir sunnantil, en fyrir norðan og austan með kvöldinu. Gular viðvaranir vegna vinds eru í gildi á Suðausturlandi, austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum þar til síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Hvessir þegar líður á daginn

Hæðarsvæði liggur skammt suður af landinu í dag. Það má búast við vestlægum vindi og að það hvessi um landið norðanvert þegar líður á daginn. Súld eða dálítil rigning af og til á vestanverðu landinu, en bjartviðri eystra. Vindstyrkur gæti náð að 20 metrum á sekúndu í kvöld, en mun hægari vindur verður um landið sunnanvert. Hiti verður yfirleitt á bilinu núll til sex stig.

Veður
Fréttamynd

Spáin fyrir gaml­árs­kvöld að teiknast upp

Einn hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga er nú brátt að baki en búist er við frosti á nýju ári. Veðurfræðingur ræddi veðurspá gamlárskvölds í beinni útsendingu í kvöldfréttum. 

Veður
Fréttamynd

Frystir norðaustantil í kvöld

Í dag verður vestlæg átt 3-10 m/s en heldur hvassara norðaustan- og austanlands í fyrstu. Skýjað og sums staðar dálítil rigning, en þurrt á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig. Frystir allvíða norðaustantil í kvöld.

Veður