Viðskipti erlent

Wall Street opnaði óvænt í plús

Markaðir á Wall Street opnuðu óvænt í plús í dag. Að vísu féll Dow Jones vísitalan aðeins í fyrstu viðskiptum en náði sér strax á strik og var 0,3% í plús eftir fyrsta hálftímann.´

Flestir höfðu búist við að blóðbaðið frá því fyrir helgi mynd endurtaka sig. Hinsvegar ollu óvæntar upplýsingar um góða fasteignasölu í Bandaríkjunum því að markaðurinn er aftur kominn í uppsveiflu.

Tölfræðin sýnir að fasteignasala í Bandaríkjunum jókst um 2,7% í september. Hinsvegar höfðu spár gert ráð fyrir samdrætti í sölunni upp á 2%.

Dow Jones hefur verið að sveiflast í kringum núllið frá því að markaðurinn opnaði í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×