Viðskipti erlent

Finnska þingið greiðir atkvæði um Kaupþingsuppgjör í dag

Finnska þingið mun greiða atkvæði um Kaupþingsuppgjör sitt í dag. Ef það verður samþykkt munu þeir sem áttu innistæður í Kaupþingi í Finnlandi fá þær endurgreiddar í næstu viku.

Alls eru um 115 milljón evrur að ræða eða nær 17 milljarða kr. Finnar voru með þeim fyrstu tl að bregðast við vandanum vegna innistæðna almennings hjá íslensku bönkunum. Finnskir bankar ákváðu að veita lán til að greiða út innistæðurnar en lánið var með veði í eignum Kaupþings í Finnlandi.

Pentti Hakkaraienen aðstoðarseðlabankastjóri Finnlands segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að það besta við það hvernig brugðist var við vandanum sé hve hratt innistæðueigendur fá peninga sína aftur í hendur.

Atkvæðagreiðslan í finnska þinginu er um tryggingar stjórnvalda gegn hugsanlegum lögsóknum vegna þess hvernig staðið var að málum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×