Viðskipti erlent

Orðrómur um gjaldþrot GM veldur skelfingu á mörkuðum

Skelfingin sem nú ríkir á fjármálamörkuðum heimsins stafar af sterkum orðrómi um að gjaldþrot sé nú yfirvofandi hjá bandaríska bílaframleiðandanum General Motors (GM).

Fjallað er um málið á börsen.dk.. Þar segir Christian T. Blaabjerg greinandi hjá Saxo Bank að ef orðrómurinn sé sannur gætu kauphallaryfirvöld í Bandaríkjunum þurft að stöðva viðskipti á mörkuðum þar í dag.

Óttinn um gjaldþrot General Motors stafar af því að skuldatryggingarálagið á skuldum félagsins er komið í 5.000 punkta. Það er svipað á það var hjá íslensku bönkunum áður en þeir hrundu allir.

Blaabjerg telur að gjaldþrot GM sé það stór mál að markaðir muni tryllast ef ekki verði gripið inn í og viðskiptin á þeim stöðvuð.

GM og Chrysler hafa átt í viðræðum um sameiningu. Bæði félögin ætla að segja upp fjölda starfsmanna. Þar að auki hefur GM hætt tímabundið að borga inn á lífeyrisreikninga starfsmanna sinna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×