Viðskipti erlent

Upp og niður í Asíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu ýmist eða lækkuðu í morgun. Hækkun varð í Tókýó og Ástralíu en hlutabréf lækkuðu í Kóreu og Singapore.

Í Hong Kong þokaðist Hang Seng-vísitalan upp um 1,4 prósentustig eftir mikla lækkun á mánudaginn. Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum hækkaði um tæp 11 prósentustig í gær sem er næstmesta hækkun hennar á einum degi fram til þessa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×