Viðskipti erlent

Blóðbað á mörkuðum í Evrópu í morgun

Úrvalsvísitölur lækka mikið í nær öllum kauphöllum Evrópu í morgun. Fylgja þær því eftir hruni sem varð á Asíumörkuðum.

FTSE-vísitalan í London hefur lækkað um 5,9%, Dax í Þýskalandi um 7,1% og Cac40 í Frakklandi um 6,6%. Þá hafa úrvalsvísitölur á Norðurlöndunum lækkað um 5% eða meir.

Lækkarnir í Evrópu eru einkum vegna þess að áætlanir félaga og fyrirtækja þar gera ráð fyrir að hagnaður þeirra dragist saman um 4,4% frá í fyrra. Um síðustu áramót var hinsvegar gert ráð fyrir 11% aukningu á hagnaðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×