Viðskipti erlent

Úkraína sækir 16,5 milljarða dala lán til IMF

Úkraína hefur náð samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn um 16,5 milljarða dala lán til að fást við fjármálakreppuna sem nú geysar í heiminum.

„Sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og úkraínsk stjórnvöld hafa náð samkomulagi, sem er háð stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um efnahagsáætlun sem byggir á láni að upphæð 16,5 milljörðum bandaríkjadala og efnahagsáætlunar til 24 mánaða," sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í yfirlýsingu. Hann segir að afgreiðsla málsins sé háð því að nauðsynlegar lagabreytingar verði gerðar í Úkraínu til að koma breytingunum í gegn.

Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni sækja um tveggja milljarða dala lán frá sjóðnum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×