Viðskipti erlent

Carnegie fær 16 milljarða kr. aðstoð frá Rikisbanken

Fjárfestingabankinn Carnegie fær í dag 16 milljarða kr. eða 1 milljarð sænskra kr. frá Riksbanken það er seðlabanka Svíþjóðar.

Í tilkynningu um aðstoðina segir Riksbanken að höfðu samráði við Fjármálaeftirlit landsins hafi staða Carnegie verið metin traust en að bankinn eigi í lausfjárerfiðleikum. Milestone á rúmlega 9% hlut í Carnegie í gegnum dótturfélag sitt Moderna.

Stefan Ingves seðlabankastjóri Svíþjóðar segir að aðstæður í bankageiranum hefi gert Carnegie erfitt fyrir með að borga skuldir sínar og hann leggur áherslu á að aðstoðin frá Riksbanken sé til að draga úr alvarlegum truflunum á fjármálamarkaði landsins.

Hlutabréf í Carnegie hafa hrunið í dag eftir að tilkynnt var um aðstoðina.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×