Viðskipti erlent

Áfram hrun á mörkuðum í Evrópu

Hlutabréfavísitölur hafa lækkað mikið á mörkuðum í Evrópu í morgun í kjölfar mikil hruns á Asíumörkuðum. Einn mest lækka vísitölurnar á Norðurlöndunum.

Þannig hefur úrvalsvísitalan í Osló lækkað um rúmlega 5% frá opnuninni í morgun og búist er við enn meiri lækkun eftir því sem líður á daginn. Svipaða sögu er að segja frá Kaupmannahöfn og Stokkhólmi.

FTSE-vísitalan í London hefur lækkað um 3,5%, Dax í Frankfurt um 3,5% og Cac 40 í París um 5%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×