Viðskipti erlent

Segir að stýrivaxtahækkunin hljóta að vera gerð að kröfu IMF

Carl Hammer gjaldmiðlasérfræðingur SEB bankans segir að hin óvænta stýrivaxtahækkun Seðlabankans hljóti að vera gerð að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF).

"Þetta hlýtur að vera krafa frá IMF í tengslum við lánm þeirra til Íslands," segir Carl Hammer í samtali við Reuters-fréttastofuna.

Í frétt um málið á Reuters er farið yfir hina döpru stöðu á Íslandi, fjármálakerfið hrunið, gjaldmiðilinn ónýtur og verðbólgan æðir áfram.

"Íslenska ríkisstjórnin, og Seðlabankastjórnin, eru undir þrýstingi um að segja af sér sökum þess að þeir gátu ekki afstýrt kreppunni," segir í fréttinni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×