Viðskipti erlent

Framkvæmdastjóri IMF: Ísland verðskuldar stuðning Alþjóðasamfélagsins

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Ísland hefur mótað metnaðarfulla efnahagsáætlun sem miðar að því að auka traust á bankakerfinu, að auka stöðugleika krónunnar með sterkum efnahagsaðgerðum og að hagræða eftir hrun bankanna," segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á vefsíðu sjóðsins. Strauss-Kahn segist telja að þessar öflugu áætlanir réttlæti það hversu stórt lán Ísland fái frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Vegna þessa áætlana verðskuldi Ísland stuðning frá alþjóðasamfélaginu. Hann útskýrir þó ekki hvað felst í efnahagsáætlunum Íslendinga.

Á vefsíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að sjóðurinn hafi lýst sig reiðubúinn til að lána milljarða bandaríkjadala til ríkja sem standa höllum fæti vegna alheimsfjármálakreppunnar. Sjóðurinn eigi nú þegar í viðræðum við nokkur ríki um lánaáætlanir og veiti ráðgjöf vegna efnahagssamdráttarins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×