Viðskipti erlent

Segir að Carnegie sé til sölu og Sampo hugsanlegur kaupandi

Hlutabréf í Carnegie, stærsta fjárfestingabanka Norðurlandanna, hafa hrapað um 62% í dag. Í frétt í Berlinske Tidende segir að Carnegie sé til sölu og að meðal hugsanlegra kaupenda sé finnski tryggingarrisinn Sampo.

Bæði Carnegie og Sampo tengjast íslensku útrásinni. Milestione á 9% í Carnegie í gegnum dótturfélag sitt Moderna í Svíþjóð.Milestone hefur verið að minnka hlut sinn í Carnegie en hann varð mestur um 17% fyrr í ár. Og Exista seldi nýlega hlut sinn í Sampo í flýtimeðferð og tapaði töluverðum fjármunum á þeirri sölu.

Carnegie tapaði milljarði sænskra kr. á þriðja ársfjórðungi, eða um 16 milljörðum kr.. Leiddi það til þess að sænski seðlabankinn veitti Carnegie neyðaraðstoð um helgina eins og greint hefur verið frá hér á visir.is.

Tapið leiddi til þess að stóri bankar á borð við Handelsbanken afturkölluðu lánalínur sínar til Carnegie, Síðan hefur Carnegie tilkynnt að bankinn hafi fengið Goldman Sachs til að meta stöðuna.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×