Viðskipti erlent

Færeyingar ætla að lána okkur 6 milljarða kr.

Færeyingar ætla að veita Íslendingum gjaldeyrislán upp á 300 milljónir danskra króna eða ríflega 6 miljarða kr..

Þetta kom fram á fundi sem Kaj Leo Johannesen lögmaður Færeyja, Jørgin Niclasen, utanríkisráðherra og Jóannes Eidesgaard fjármálaráðherra áttu með Geir Haarde og Árni M. Mathiesen í Helsinki í dag.

Á heimasíður færeysku stjórnarinnar er fjallað um málið og þar segir m.a. að málið verði rætt á næstnni á lögþingi eyjanna en að allir flokkarnir þar séu sammála um að aðstoða Ísland með þessum hætti.

Jafnframt segir að féið verði yfirfært af reikningi Færeyja í Landsbankanum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×