Viðskipti erlent

Norðurlöndin undirrita skattasamning við Jersey og Guernsey

Fjármálaráðherrar Norðurlandanna hafa undirritað samning við eyríkin Jersey og Guernsey um varnir gegn skattaflótta. Áður hafa ráðherrar landanna undirritað svipaðan samning við eyjuna Mön.

Samningurinn veitir skattayfirvöldum aðgang að upplýsingum um innstæður og tekjur skattskyldra þegna.

Í umfjöllun um málið á norden.org segir að norðurlöndin munu leggja aukna áherslu á að ná samningum við fleiri svonefnd skattaskjól. Samningurinn er gerður í kjölfar umfangsmikils starfs sem þegar á sér stað og felst meðal annars í samningaviðræðum við Arúba, Bermúda og Hollensku Antillaeyjarnar.

Þann 21. október áttu Norðurlöndin viðræður við fjármálaráðherra annarra OECD ríkja, þar á meðal Frakklands og Þýskalands, um mikilvægi þess að vinna við að stöðva skattaflótta verði að eiga sér stað innan ramma ESB-samstarfsins og í samstarfi við aðildarríki OECD.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×