Fleiri fréttir

Hollenskt hérað fær lögtak í eigum Landsbankans í Noregi

Fógetarétturinn í Osló í Noregi hefur fallist á lögtakskröfu frá héraði í Hollandi um lögtak í eigum Landsbankans. Lögtakið nær til um 12 milljarða króna og á að tryggja innistæður Hollendinganna í Landsbankanum.

Mikil lækkun á asískum mörkuðum

Hlutabréf snarlækkuðu í verði á asískum mörkuðum í morgun og fylgdi sú lækkun í kjölfar lækkunar í Bandaríkjunum og Evrópu í gær.

Ungverjar sækjast eftir aðstoð IMF

Ungverjaland hefur nú bæst í hóp ríkja sem sækjast eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þar með eru löndin orðin fimm því fyrir eru Ísland, Úkraína, Pakistan og Hvíta-Rússland.

Hlutabréf hríðféllu á Wall Street í dag

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu í dag og er ástæðan helst rakin til öldurótsins í alheimshagkerfinu og þeirrar staðreyndar að slæmra horfa hjá helstu fyrirtækjum á markaði. Dow Jones lækkaði um 5,69%, Standard & Poors lækkaði um 6,10% og Nasdaq lækkaði um 4,77%.

Slæmur dagur í kauphöllum heimsins

Dagurinn í dag hefur verið slæmur í kauphöllum heimsins bæði vestanhafs og austan. Einna verstur varð dagurinn hjá frændum vorum Dönum en C20 vísitalan í Kaupmannahöfn féll um tæp 8%.

Mikið fall á bandarískum hlutabréfamarkaði

Mikil lækkun varð á hlutabréfamarkaði strax við upphaf viðskipta í Bandaríkjunum í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem fjárfestar í Vesturheimi horfa fram á skell á markaðnum.

Breska pundið ekki veikara í fimm ár

Breska pundið féll mest um þrjú prósent í dag og hafði um tíma ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í fimm ár. Helsta skýringin á fallinu er fullyrðing Mervyn Kings, bankastjóra Englandsbanka, að líkur séu á að Bretar séu að fara inn í fyrsta samdráttarskeiðið í fimm ár.

Segir Merlin líklega selt fyrir helgi

Danska blaðið Börsen segir í dag að verslunarkeðjan Merlin í Danmörku verði líklega seld fyrir helgi. Merlin er þekkt vörumerki í raftækjum og þvottavélum en keðjan er í eigu Sverris Berg Steinarssonar.

Lækkun í Asíu í morgun

Hlutabréf á Asíumörkuðum tóku dýfu í morgun í kjölfar lækkunar vestanhafs í gær. Nikkei-vísitalan lækkaði um sex prósent og KOSPI-vísitalan í Kóreu um rúmlega átta sem er mesta lækkun þeirrar vísitölu á einum degi í langan tíma.

Fall íslensku bankanna leikur Bayern LB grátt

Þýski bankinn Bayern Landesbank varð í dag fyrsti bankinn til þess að óska eftir fjárstuðningi frá þýska ríkinu eftir að Þjóðvervjar ákváðu að koma á fót sérstökum 500 milljarða evra björgunarpakka fyrir bankastofnanir í vanda. Bayern LB óskar eftir allt að 5,4 milljörðum evra í aðstoð og samkvæmt þýskum miðlum er 1,5 milljarður af þeirri upphæð rakinn til þess hve bankinn hafi verið duglegur við að lána íslenskum bönkum.

Green lítur til annara félaga

Í miðvikudagsútgáfu breska blaðsins The Times er úttekt á Sir Philip Green þar sem sagt er að hann hafi skotið áformum um að kaupa skuldir Baugs á frest og að hann sé að líta í aðrar áttir. Í greininni er Green sagður búa sig undir að kaupa fjölda verslana og fyrirtækja í því árferði sem nú er í verslunargeiranum í Bretlandi. Sagt er að kaupin á hluta Baugs séu enn mjög óljós í ljósi ástandsins á Íslandi en að hann sjái tækifæri annarsstaðar.

Hagur Apple vænkast

Bandaríski hátækniframleiðandinn Apple hagnaðist um 1,14 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 126 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi. Hann er sá fjórði bókum félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 904 milljónum dala á sama tíma í fyrra.

Hagnaður Yahoo dregst verulega saman

Hagnaður bandaríska netleitarfyrirtækisins Yahoo drógust saman um 64 prósent á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækið leitar nú leiða til að draga úr rekstrarkostnaði, svo sem með uppsögnum.

Talsvert fall á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa féll almennt á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfesta þykja greina fá merki um bata í efnahagslífinu þó sumir reikni með mýkri lendingu en búist var við.

Krónan veldur usla í netbókunarkerfi SAS

Það er víðar en á Íslandi sem íslenska krónan veldur usla. Þannig segja norrænir miðlar frá því að SAS-flugfélagið hafi ekki getað selt flugmiða frá Íslandi til Noregs að undanförnu vegna bilunar í netbókunarkerfi. Hana má svo rekja til óvissunnar gengi íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Bati á millibankamarkaði erlendis kemur Íslendingum til góða

Nokkur bati hefur orðið á millibankamörkuðum erlendis síðustu daga og er það til marks um að umfangsmiklar aðgerðir yfirvalda í helstu iðnríkjum til að afstýra alþjóðlegri bankakreppu séu farnar að skila árangri. Þetta kemur lántakendum á Íslandi til góða.

Sparisjóðir kaupa Glitni Bank í Noregi

Samband sparisjóða í Noregi hefur fest kaup á Glitni Bank í Noregi og er kaupverðið 300 milljónir norskra króna eða sem svarar til 5,1 milljarðs kr.

Asíubréf upp

Hlutabréf hækkuðu á Asíumörkuðum í morgun vegna aukinnar bjartsýni á Wall Street í New York. Flestar Asíuvísitölur hækkuðu og Dow Jones rauk upp í gær í ljósi þess að talið er að bandarísk stjórnvöld muni leggja fram annan hjálparpakka bönkunum til handa.

Olíutunnan stefnir í 50 dollara, OPEC dregur úr framleiðslu

Heimsmarkaðsverð á olíu stefnir nú í 50 dollara á tunnuna miðað við framvirka samninga um afhendingu á olíu í desember n.k.. Búist er við að OPEC, samtök olíuframleiðenda, muni minnka framleiðslu sína til að mæta þessum verðlækkunum.

Mikil óvissa um þróun langtímavaxta

Mikil óvissa er um þróun langtímavaxta á næstu vikum og mánuðum. Ljóst er að mikið framboð verður af verðtryggðum skuldabréfum með ríkisábyrgð á næstunni vegna endurfjármögnunar íbúðalána bankanna.

Kópavogsbær velur Bakvörð

Kópavogsbær og HugurAx hafa gengið til samstarfs um innleiðingu Kópavogsbæjar á Bakverði, tímaskráningarlausn HugarAx.

Á uppleið í Asíu

Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um 3,6 prósent í morgun eftir að trú fjárfesta á heimilistækjaframleiðandann Panasonic og fyrirtæki í stáliðnaði jókst.

Hollensk stjórnvöld eignast hlut í ING

Hollenski bankinn og tryggingafyrirtækið ING mun fá 10 milljarða evra í stuðning frá hollenska ríkinu. Þessi niðurstaða var gerð opinber í dag eftir funahöld forsvarsmanna bankans við hollenska seðlabankann og fjármálaráðuneytið. Þetta þýðir að hollenska ríkið mun eignast 8,5 prósenta hlut í ING en félagið gerir ráð fyrir því að tapa 500 milljón evrum á þriðja ársfjórðungi.

Nýr Bretton Woods samningur?

Þjóðarleiðtogar heims funda um alheimsfjármálakreppuna í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Þetta var ákveðið eftir fund Bandaríkjaforseta og leiðtoga Evrópusambandsins í gær. Sérfræðingar segja tímamótafund framundan, svipuðum þeim sem haldinn var til að endurskipuleggja fjármálakerfi heimsins í lok seinna stríðs.

Fjármálaeftirlitið rannsakar símtöl Stoltenbergs til vinar

Fjármálaeftirlitið í Noregi rannsakar nú hvort Jens Stoltenberg, forsætisráðherra landsins, hafi látið bankastjóra þar í landi fá innherjaupplýsingar áður en tilkynnt var um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að verja banka landsins.

Green vill hverfa aftur til gamalla tíma

Breski auðjöfurinn Philip Green segir að fólk hafi verið hvatt til skuldsetningar og að auðvelt hafi verið að taka lán að undanförnu. Því sé fólk víða um heim í vandræðum.

Rannsaka hvor forstjóri IMF hafi hyglt ástkonu sinni

Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sætir nú rannsókn vegna gruns um að hann hafi misbeitt valdi sínu til að gera vel við ástkonu sína, Pírosku Nagí, sem vann hjá Afríkudeild sjóðsins.

Yfirmenn Deutsche Bank hafna bónusgreiðslum

Æðstu yfirmenn Deutsche Bank hafa ákveðið að hafna bónusgreiðslum til sín upp á fleiri milljónir evra eða nær milljarð kr.. Með þessu ætla þeir að sýna samstöðu með almennu starfsfólki bankans á þeim erfiðu tímum sem ríkja í fjármálalífi Evrópu.

Dótturfélag Landic Property sett á athugunarlista

Eitt af dótturfélögum Landic Property hefur verið sett á athugunarlista á Fondsbörsen í Kaupmannahöfn. Þetta er gert sökum þess að félagið, Landic Property Bonds IX, er nú í viðræðum um lánafyrirgreiðslu við viðskiptabanka sinn.

Sterling dæmt fyrir að reka ranga flugmenn

Östre Landsret í Kaupmannahöfn hefur dæmt Sterling flugfélagið til að greiða um 30 milljónir kr. , auk vaxta, vegna ólögmæts brottreksturs 13 flugmanna í febrúar 2006.

Sjá næstu 50 fréttir