Viðskipti erlent

Nýir eigendur Sterling kynntir á fimmtudag

Sterling flugfélagið hefur nú fengið tvö bindandi kauptilboð og reiknað er með að nýir eigendur þess verði kynntir á fimmtudag. Hugsanlegt er að gengið verði frá kaupunum þegar síðdegis á morgun.

Þetta kemur fram á vefnum takeoff.dk. Þar segir Michael T. Hansen fjölmiðlafulltrúi Sterling að báðir aðilarnir sem gert hafi tilboð í félagið ætli að halda starfsemi þess áfram. Hann vill þó ekki upplýsa hverjir þessir kaupendur séu.

Þessa stundina eru lögmenn og stjórn Sterling að fara yfir tilboðin tvö sem borist hafa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×