Viðskipti erlent

Veisla á mörkuðum á Wall Street og í Evrópu

Sannkölluð veisla er í gangi í kauphöllum á Wall Street þessa stundina eftir miklar hækkanir á mörkuðum í Evrópu í dag.

Dow Jones-vísitalan hækkaði um 2,7% við opnunina, S&P 500 hækkaði um 2,6% og Nasdaq um 3,2%. Ástæðan fyrir þessum hækkunum er að menn almennt telja að Seðlabanki Bandaríkjanna muni lækka stýrivexti sína niður í 1% eftir lokun markaða þar í dag. Yrðu þeir þá hinir lægstu í landinu síðan árið 2004.

Markaðir í Evrópu hækkuðu mikið í dag. FTSE-vísitalan í London hækkaði um 3,5%, Cac40 í París um 2,5% og Dax-vísitalan í Frankfurt stökk upp um 9%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×