Viðskipti erlent

Hagnaður BP 1.100 milljarðar á þriðja ársfjórðungi

Hagnaður breska olíufélagsins BP nam rúmlega 1.100 milljörðum kr, á þriðja ársfjórðungi eða 10 milljörðum dollara. Þetta er 148% aukning frá sama tímabili í fyrra og skýrist af mjög háu olíuverði seinnipart sumars.

Um leið og félagið tilkynnti uppgjör sitt í morgun hækkuðu hlutabréf þess um 8,2%. Olíuverð hefur lækkað úr 147 dollurum tunnan frá í sumar og niður í tæpa 63 dollara.

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands sagði í síðustu viku að hann myndi leita til Samkeppniseftirlits landsins ef lækkandi olíuverð skilaði sér ekki í auknum mæli til neytenda.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×