Viðskipti erlent

Nikkei á tímabili ekki lægri síðan 1982

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf lækkuðu á mörkuðum í Asíu í morgun. Nikkei-vísitalan lækkaði um 6,4 prósentustig og náði á tímabili sinni lægstu stöðu síðan árið 1982.

Stýrivextir voru lækkaðir í Suður-Kóreu í morgun og talið er að bandaríski seðlabankinn lækki vextina þar í landi niður í eitt prósent, jafnvel 0,75 prósent á næstu dögum. Þá er búist við því að stórfyrirtæki í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum fari að segja upp starfsfólki í stórum stíl vegna versnandi afkomu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×