Viðskipti erlent

Þúsundir á Mön í mál gegn bresku stjórninni vegna Kaupþings

Um 8.000 íbúar á eyjunni Mön ætla að höfða mál gegn bresku stjórninni vegna Kaupþings það er Singer & Friedlander bankans. Breska stjórnin hefur sagt að inistæður eyjaskeggja verði ekki tryggðar af breskum stjórnvöldum.

Talið er að innistæður íbúa á Mön og hjá útibúi Singer & Friedlander á eyjunni hafi numið um 800 milljónum punda, eða sem svarar til um 160 milljarða kr..

Stjórnvöld á Mön munu eiga fund í dag með fulltrúum breska fjármálaráðuneytisins. Þeir gera kröfu um að losað verði um innistæður hjá Singer & Friedlander í London upp á um 550 milljónir punda. Þessar innstæður hafa verið frystar síðan að bresk stjórnvöld ákváðu að taka bankann yfir.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×